Gunnhildur fagnaði sigri eftir bráðabana í Þorlákshöfn Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 19:49 Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir fóru í bráðabana um sigurinn. GSÍ Í dag lauk fyrsta móti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi sem fram fór á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði öruggum sigri í piltaflokki, 17-18 ára. Hann lék vel í dag við erfiðar aðstæður, á 71 höggi eða pari vallarins. Hann varð níu höggum betri en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson úr GKG varð þriðji. Mikil spenna var í stúlknaflokki 17-18 ára. Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, báðar úr GKG, fóru í bráðabana um sigurinn eftir að hafa báðar leikið á 16 höggum yfir pari. Gunnhildur hafði betur og bar því sigur úr býtum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja. Í telpnaflokki, 15-16 ára, vann Ragnhildur Kristinsdóttir öruggan 19 högga sigur og í stelpuflokki 14 ára og lék Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík best og vann með 10 höggu mun. Hér að neðan má sjá öll hestu úrslit í mótinu. Verðlaunahafa í telpnaflokki. Lokastaða efstu kylfinga í piltaflokki, 17-18 ára: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG 74-71=145 +3 2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 73-81=154 +12 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 75-81=156 +14Lokastaða efstu kylfinga í stúlknaflokki, 17-18 ára: 1. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 81-77=158 +16 2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76-82=158 +16 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 82-79=161 +19Lokastaða efstu kylfinga í telpnaflokki, 17-18 ára: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 74-75=149 +7 2. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 88-80=168 +26 3.-4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 89-86=175 +33 3.-4. Saga Traustadóttir, GR 82-93=175 +33Lokastaða efstu kylfinga í stelpuflokki, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 83-87=170 +28 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 89-91=180 +38 3. Sóley Edda Karlsdóttir, GR 92-97=189 +47 Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í dag lauk fyrsta móti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi sem fram fór á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði öruggum sigri í piltaflokki, 17-18 ára. Hann lék vel í dag við erfiðar aðstæður, á 71 höggi eða pari vallarins. Hann varð níu höggum betri en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson úr GKG varð þriðji. Mikil spenna var í stúlknaflokki 17-18 ára. Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, báðar úr GKG, fóru í bráðabana um sigurinn eftir að hafa báðar leikið á 16 höggum yfir pari. Gunnhildur hafði betur og bar því sigur úr býtum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja. Í telpnaflokki, 15-16 ára, vann Ragnhildur Kristinsdóttir öruggan 19 högga sigur og í stelpuflokki 14 ára og lék Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík best og vann með 10 höggu mun. Hér að neðan má sjá öll hestu úrslit í mótinu. Verðlaunahafa í telpnaflokki. Lokastaða efstu kylfinga í piltaflokki, 17-18 ára: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG 74-71=145 +3 2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 73-81=154 +12 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 75-81=156 +14Lokastaða efstu kylfinga í stúlknaflokki, 17-18 ára: 1. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 81-77=158 +16 2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76-82=158 +16 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 82-79=161 +19Lokastaða efstu kylfinga í telpnaflokki, 17-18 ára: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 74-75=149 +7 2. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 88-80=168 +26 3.-4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 89-86=175 +33 3.-4. Saga Traustadóttir, GR 82-93=175 +33Lokastaða efstu kylfinga í stelpuflokki, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 83-87=170 +28 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 89-91=180 +38 3. Sóley Edda Karlsdóttir, GR 92-97=189 +47
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira