Mig langar að vera gott fordæmi Stígur Helgason skrifar 6. júlí 2013 10:46 "Nei, en þú knúsaðir mig of fast um daginn." Hann lofaði mér því að hann mundi aldrei knúsa mig of fast aftur og fór að sofa.“ Mynd/Arnþór María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. Ég hitti Maríu Rut Kristinsdóttur við Austurvöll á blíðviðrisdegi - hún er búin í vinnunni þann daginn, er aldrei þessu vant ekki að vinna fram eftir að hagsmunum stúdenta þótt það sé pabbavika hjá syni hennar - en við setjumst samt ekki út í sólina og mannmergðina. Við þurfum dálítið næði fyrir það sem við ætlum að spjalla um. Hún stingur upp á að við förum á barinn Uppsali við Aðalstræti. Staðsetningin er engin tilviljun, þar var María að vinna þegar hún var á fyrsta árinu í menntaskóla, á viðkvæmasta tíma lífs síns - þegar fimm ára gömul lífsreynsla var farin að ásækja hana svo mikið að hún var við það að bugastFlúði upp í til mömmu Hún ólst upp á Flateyri á sorgartímum eftir snjóflóðið 1995, heimilishaldið einkenndist af óreglu og drykkju, og árið 2001, þegar hún var tólf ára, breyttist líf hennar varanlega. „Í fyrsta skipti sem ég upplifi eitthvað kynferðislegt þá er það stjúppabbi minn að misnota mig," útskýrir María. Skiptin voru fjögur á hálfs árs tímabili. Alltaf var hann drukkinn, lagðist upp í rúm til hennar og leitaði á hana. „Mín taktík var bara sú að taka höndina á honum í burtu, fara inn í herbergi til mömmu og leggjast við hliðina á henni þannig að hann kæmist ekki til mín. Yfirleitt kom hann stuttu seinna og fór að sofa og þá gat ég farið aftur upp í rúm.Ég man öll skiptin mjög greinilega - svo vel að ég get lýst því í hvernig fötum hann var - og þetta hefur mótað mig mikið sem manneskju. Ég fylltist af sektarkennd, skömm og sjálfshatri og unglingsárin einkenndust mjög mikið af hræðslu og kvíða."Þú knúsaðir mig of fast María þorði engum að segja frá ofbeldinu og ræddi það aldrei við stjúpföður sinn, nema í eitt skipti þegar hann fékk hana með sér suður til Reykjavíkur að skoða báta sem hann hafði hug á að kaupa og þau gistu saman á hóteli. „I'm Like a Bird með Nelly Furtado var á PoppTíví - ég elskaði það lag - þegar hann kom úr sturtu og lagðist upp í hjá mér. Ég hugsaði bara: „Sjitt, er hann að fara að gera þetta aftur?" En þá spurði hann: „María mín, hef ég einhvern tímann gert eitthvað sem þér líkaði ekki vel við?" Ég var svo meðvirk að ég sagði við hann: „Nei, en þú knúsaðir mig of fast um daginn." Hann lofaði mér því að hann mundi aldrei knúsa mig of fast aftur og fór að sofa. Eftir á að hyggja held ég að þarna hafi hann verið að ganga úr skugga um að ég myndi ekki neitt, enda hafði ég alltaf þóst vera sofandi þegar hann skreið fullur upp í til mín."Bjó ein fimmtán ára og lifði á kakósúpu og fiskibollum úr dós Við tóku unglingsárin þar sem María tamdi sér að vera stillt, góður námsmaður og eins fullkomin og frekast var unnt. Hún hafði algjöra stjórn á eigin lífi, nema um helgar þegar foreldrar hennar fóru á fyllerí. „Þá gat ég ekki farið að sofa fyrr en ég heyrði hann hrjóta. Ég fór oft ein út að labba á nóttunni og labbaði þangað til ég vissi að þau væru örugglega sofnuð, fékk vinkonur mínar til að gista hjá mér og var alltaf mjög meðvituð um að koma í veg fyrir að aðstæður gætu skapast fyrir hann - mögulega ómeðvitað líka." Þegar María var fimmtán ára flutti fjölskylda hennar, mamma, stjúppabbi og tvö yngri systkini, til Úganda. María varð eftir á Íslandi. „Mögulegavegna þess að ég gat ekki hugsað mér að búa með honum áfram, en líka vegna þess að ég átti svo lítið eftir af grunnskóla og var að klára samræmdu prófin." Blóðfaðir hennar var þá tiltölulega nýfluttur til landsins frá Finnlandi - Ísfirðingur sem hún þekkti ekkert fyrr en hún var þrettán ára. „Ég er svona slys á diskóteki '88," segir hún hlæjandi. María hefur alltaf verið sjálfstæð, sá mikið til um yngri systkini sín alla tíð, og tók þá ákvörðun fimmtán ára gömul að flytja til þessa nýja föður síns á Ísafirði og ljúka grunnskólanum þar. Um það leyti var faðir hennar hins vegar búinn að kynnast konunni sem hann á í dag og dvaldi fyrst og fremst hjá henni. „Þannig að ég bjó eiginlega bara ein í litlu húsi sem hann átti. Ég kunni að búa til kakósúpu og fiskibollur úr dós og hann kunni ekki beint mikið að vera pabbi, þótt við séum orðin mjög náin í dag. Í tíunda bekk var ég þess vegna bara ein, alltaf með alla vinina heima, og fannst ótrúlega skrítið að einhverjum þætti það sérkennilegt."Þorgeir Atli Gunnarsson er fimm ára og á leiðinni í Vesturbæjarskóla í haust. Aðra hverja viku dvelur hann hjá pabba sínum, barnsföðurnum sem María heldur enn miklu sambandi við. "Ég hef alltaf litið svo á að Þorgeir hafi verið dýrmætasta gjöfin mín,“ segir María.Mynd/ArnþórSvaf á bak við stofuborð í hálft ár Þrátt fyrir þessar aðstæður fór hún aldrei út af sporinu - snerti til dæmis ekki áfengi fyrr en eftir að hún varð sautján ára. „Sem betur fer því að það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig að fara á aðra braut. Ætli það megi ekki þakka þetta einhverri innbyggðri skynsemi." María er komin af fólkinu frá Sólbakka á Flateyri, amma hennar er Jóhanna Guðrún Kristjándóttir, systir þingmannsins Einars Odds Kristjánssonar heitins, og þar var henni snemma innrætt að það væri mikilvægt að sækja sér góða menntun. Þegar hún náði samræmdu prófunum með glæsibrag var því ekkert annað í stöðunni en að flytja suður til Reykjavíkur og fara í Menntaskólann með stóru M-i - MR. „Þá flutti ég til frænku minnar og mannsins hennar sem tóku mig í raun að sér." Þar á María við Brynhildi Einarsdóttur og Illuga Gunnarsson, nú menntamálaráðherra. „Þau vildu greiða fyrir mér í lífinu af því að foreldrar mínir bjuggu í Afríku og pabbi minn bjó á Ísafirði. Á þessum tíma vissi samt enginn af lífsreynslu minni. Þau voru að gera upp húsið sitt á Ránargötunni þannig að ég flutti til þeirra í pínulitla kjallaraíbúð á Fjólugötu og þau sögðu mér að ég þyrfti að sofa á dýnu í smá stund. Það endaði þannig að ég gisti á dýnu á bak við stofuborð heima hjá þeim í sex mánuði af því að framkvæmdirnar töfðust eitthvað." María lætur samt vel af vistinni og segir þau hafa reynst sér mjög vel. „Trúin á að ég gæti einhvern tímann orðið eitthvað kemur frá þeim tveimur. Þau hafa alltaf verið á bakinu á mér og sagt við mig: María, þú hefur eitthvað, það er eitthvað við þig og þú getur gert hvað sem þú vilt. Ef ég hefði ekki haft þennan stuðning þá held ég að ég hefði ekki verið jafnáræðin í að láta verða eitthvað úr mér."Sagði Illuga frá Fyrsta árið í Menntaskólanum í Reykjavík gekk vel. „Ég var algjör dúlla, keypti mér Converse-skó og ætlaði algjörlega að taka týpuna alla leið. Ég var ótrúlega stillt og dugleg að læra - Illugi alltaf að reyna að kenna mér efnafræði og skildi ekkert hvernig ég komst í gegnum þetta því að ég var alveg hræðileg. Svo var það bara þegar vorprófin voru að byrja að ég frétti að foreldrar mínir væru að flytja aftur heim frá Úganda. Þá var ég orðin sautján ára og aðeins þroskaðri og fattaði að það greip mig ótti gagnvart því að stjúppabbi minn væri að flytja heim. Ég fann inni í mér þörf til að fara að takast aðeins á við aðstæðurnar. Ég hafði fundið stigmagnandi ótta gagnvart þessu og þetta var farið að ásækja mig sífellt meira og ég ákvað sem sagt að segja Illuga frá því að einhver hefði misnotað mig - ég þorði ekki að segja frá því að það hefði verið pabbi minn en þetta var stærsta skrefið sem ég gat tekið þá." Sumarið eftir byrjaði María að drekka og veturinn á eftir var henni strembinn í námi. „Ég svaf fram á borðið í tímum. Þetta var farið að vera svo mikið fyrir mig, hafði ágerst og ég átti mjög erfitt með að vakna á morgnana. Ég held að ég hafi bara verið virkilega þunglynd."Hótaði að svipta sig lífi Í nóvember 2006 fékk María óþægilega heimsókn. „Eitt kvöldið er bankað upp á heima hjá mér, ég fer til dyra og fyrir utan stendur stjúppabbi minn, blindfullur og blóðugur í framan, og segist hafa lent í áflogum við dyraverði - ég vissi ekki einu sinni að hann væri í bænum." Hún fór með hann inn, hlúði að honum og hlustaði á hann úthúða móður hennar. „Svo segir hann við mig: „Þú veist María að það hafa svo margir verið vondir við mig í lífinu." Þá fann ég einhvern innri styrk - í millitíðinni hafði ég sagt báðum bestu vinkonum mínum hver þetta var og við höfðum haldið krísufundi - þannig að ég horfði í augun á honum og spurði hann: „Og hefur þú alltaf verið góður við alla?" Hann horfði á móti og spurði: „Hvað meinarðu?" Og ég svaraði: „Þú veist hvað ég meina." Þá fór hann bara að gráta. Hann ætlaði að strunsa út og líklega drepa sig, en ég stoppaði hann og svæfði hann." Daginn eftir, þegar hún skutlaði stjúpa sínum út á flugvöll, lofaði hann bót og betrun en hótaði henni því jafnframt að ef hún segði frá mundi hann svipta sig lífi. „Þar var mikilli ábyrgð hent á herðar mínar og eftir þetta keyrði ég beint heim til Binnu og Illuga og sagði Illuga frá. Hann sagði að ég yrði að segja mömmu minni frá þessu. Ég var ekki alveg á því - átti ég að splundra fjölskyldunni minni? Þótt hann hefði gert þetta þá var hann líka pabbi minn, mér þótti ótrúlega vænt um hann sem slíkan og átti - og á enn þá - góðar minningar um hann."„Það var ótrúlega erfitt að ákveða að höfða mál á hendur manninum sem ég áleit pabba minn. En ég gerði það samt og það var aðallega af því að ég vildi ekki horfa til baka þegar ég væri orðin fertug og vera vont fordæmi,“ segir MaríaMynd/ArnþórNorðurljósin björguðu lífi hennar Hún ákvað að hætta í MR um jólin og flytja aftur vestur til mömmu sinnar og stjúpa, sem þá hafði verið edrú í mánuð. Jólin á Sólbakka urðu hins vegar hræðileg. Illuga leið illa með sína vitneskju, dró sig í hlé og las bækur. „Það var íþyngjandi fyrir hann að vita þetta en hann vildi samt að ég segði sjálf frá og ég er honum mjög þakklát fyrir. Það er allt annað en ef einhver annar tekur fram fyrir hendurnar á manni." Stjúpi hennar datt í það á annan í jólum og stakk af á sjó. „Þegar ég horfði á eftir honum um borð í bátinn þá hélt ég að hann væri bara að fara út á sjó að drepa sig," segir María. Hann skilaði sér þó aftur, en Maríu leið sífellt verr. „Það er móment þar sem ég er að keyra Vestfjarðargöngin til Flateyrar, ógeðslega hratt, að hlusta á geðveikt væmið lag og er búin að ákveða að keyra út af veginum - ég gat ekki meira. Ég hugsaði með mér: Það er auðveldara fyrir alla ef ég bara dey af því að þá þurfa þau ekki að díla við þetta - ég var það blind á aðstæður. En svo keyri ég út úr göngunum og það fyrsta sem ég sé er biluð Norðurljós - ofboðslega flott - og ég enda á því að stoppa bílinn, anda djúpt, taka upp símann, hringja í Illuga og segja honum að nú verði ég að segja mömmu frá." Næstu daga var atburðarásin hröð, María sagði mömmu sinni allt af létta nokkrum dögum síðar, og í kjölfarið viðurkenndi stjúpfaðir hennar allt fyrir fjölskyldunni. Morguninn eftir var hann horfinn. „Hann yfirgaf allt sem hann átti, keyrði með fötin sín til Reykjavíkur og ég hef séð hann tvisvar sinnum síðan. Í annað skiptið í IKEA - frænka mín þurfti að halda á mér út og ég fékk áfallastreituröskun í kjölfarið - og í hitt skiptið á flugvellinum í Reykjavík."Langar að vera gott fordæmi Eftir þetta tók annað erfitt ferli við hjá Maríu, þegar málið var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda sem aftur kærðu það til lögreglu, með hennar samþykki. „Það var ótrúlega erfitt að ákveða að höfða mál á hendur manninum sem ég áleit pabba minn. En ég gerði það samt og það var aðallega af því að ég vildi ekki horfa til baka þegar ég væri orðin fertug og vera vont fordæmi. Mig langar að vera gott fordæmi fyrir aðrar konur og vera ekki feimin gagnvart því sem ég lenti í. Það var meira en að segja það að fara í gegnum þetta kerfi og eftir á að hyggja veit ég ekki hvort ég mundi gera það aftur. En það var líka mjög þroskandi og góð lífsreynsla." Sumarið eftir varð María fyrir áfalli af öðrum toga - hún var ófrísk, nýorðin átján ára, eftir kærasta sinn til hálfs árs. Og það sem meira var: Hún var komin heila fimm mánuði á leið. „Þannig að það var aldrei nein spurning um annað en að hann Þorgeir minn yrði til. Ég fór í sónar og þar var bara lítið barn sem veifaði á skjánum. Ég hef alltaf litið svo á að Þorgeir hafi verið dýrmætasta gjöfin mín, því að með því að fá hann og þessa ábyrgð í hendurnar þá hafði ég nóg fyrir stafni á meðan lögreglurannsóknin var í gangi og aðrar streituvaldandi aðstæður, eins og að eiga tvö systkini sem voru að missa pabba sinn, eiga móður sem var ótrúlega brotin líka og ég sjálf algjörlega í molum - ég var í raun líka að missa pabba minn, en ég fékk enga jarðarför og kvaddi hann ekkert, hann bara hvarf."Sýknudómurinn var sjokk María eignaðist Þorgeir í nóvember í miðri lögreglurannsókn, kláraði jólaprófin með glans auk þess að vera félagsmálatröll í Menntaskólanum á Ísafirði, í nemendafélaginu og ræðuliðinu. Haustið eftir var ákveðið að gefa út ákæru á hendur stjúpföður hennar og í janúar 2009 lá niðurstaðan fyrir: Hann var sýknaður. „Það var verulegt sjokk, en samt svolítið skrítið sjokk af því að það var erfitt að taka ákvörðun um að kæra hann," segir María. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að María hafi verið samkvæm sjálfri sér og að ekkert færi í bága við ítarlegan framburð hennar annað en framburður stjúpföður hennar. Það dugði þó ekki til. „En mér hefur alltaf þótt vænt um að það standi í dómnum," segir María. „Nú eru liðin fjögur ár síðan dómurinn féll og ég hef reynt að gera allt sem ég get til að vera opin með þetta. Ég tók ákvörðun fyrir tveimur árum um að ég mundi aldrei leyfa honum að taka dag frá mér aftur og ég hef staðið við það. Mig hefur oft langað til að leggjast upp í rúm og vorkenna mér en ég hef ekki leyft mér það."Hætti við að fara í lögfræði Eftir menntaskólann fór María Rut í sálfræðinám. „Mig langaði rosalega mikið að rannsaka kynferðisofbeldi og langaði að helga mig því - og langar enn - að finna leið til að láta fórnarlömb kynferðisofbeldis vita að það er allt í lagi að segja frá og það er enginn heimsendir að vera opinn með það sem einhver annar ber ábyrgð á. Ég ber svo sannarlega ekki ábyrgð á gjörðum hans, en það tók mig alveg sex ár að átta mig á því. Ég vona að ég geti komið einhverjum í skilning um þetta með því að tala, þótt það væri ekki nema ein manneskja." Upphaflega hafði hugur hennar þó stefnt í lögfræði. „En ég missti algjörlega trú á réttarkerfinu þarna. Ég er naut og ég er mjög þrjósk og var svo brjáluð út í réttarkerfið að ég gat ekki ímyndað mér að fara að læra lögfræði." Barnsfaðir hennar fór hins vegar í lögfræði. Þau voru saman fyrsta árið af háskólanáminu en svo slitnaði upp úr sambandinu. „Við vorum alltaf meira bara vinir. Hann var mér ótrúlega kær á þessum tíma og stóð algjörlega við bakið á mér - ég veit að ég var ekki auðveld - og við eigum góðar minningar." Síðan hafa persónulegar aðstæður Maríu breyst umtalsvert. „Ég kom út úr skápnum eftir það og maður veit í rauninni ekki hvort kemur á undan, eggið eða hænan, en ég hef alltaf átt mjög erfitt með að treysta karlmönnum. Ég veit ekki hvort það tengist því að ég var misnotuð - kannski hef ég bara alltaf verið þannig. Og kannski skiptir það ekki heldur öllu máli, en mér líður allavega best í mínu eigin skinni sem opinber lesbía."Skrítið þegar Illugi varð ráðherra María útskrifaðist með BS-gráðu í sálfræði núna í júní. Útskriftarveislan fór fram á heimili Brynhildar og Illuga, örfáum dögum áður en hún þurfti, sem formaður Stúdentaráðs, að vaða í menntamálaráðherrann vegna afstöðu hans til málefna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hún viðurkennir að þegar Illugi, maður sem hún leit nánast á sem sinn annan föður, var gerður að menntamálaráðherra hafi hún hugsað með sér að þarna væri komin upp dálítið sérkennileg staða. „Ég var svo sem bara fegin þegar ég vissi að það væri þarna greindur maður að fara í þetta mikilvæga embætti en ég held að það sé langt síðan námsmenn hafa farið í svona stóran slag og þurft að keyra af jafnmiklum krafti í menntamálaráðherra og yfirvöld og ég hef aldrei staldrað við og hugsað: Heyrðu, þetta er Illugi. Þetta er bara vinnan mín og ég er fullkomlega ósammála því sem hefur verið í gangi í þessu máli. Illugi er ótrúlega trúr sinni vinnu og ég lærði það af honum - það er kannski bara að koma í bakið á honum núna," segir hún og hlær en bætir við: „Við höfum algjörlega náð að halda þessu á mjög faglegum nótum." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. Ég hitti Maríu Rut Kristinsdóttur við Austurvöll á blíðviðrisdegi - hún er búin í vinnunni þann daginn, er aldrei þessu vant ekki að vinna fram eftir að hagsmunum stúdenta þótt það sé pabbavika hjá syni hennar - en við setjumst samt ekki út í sólina og mannmergðina. Við þurfum dálítið næði fyrir það sem við ætlum að spjalla um. Hún stingur upp á að við förum á barinn Uppsali við Aðalstræti. Staðsetningin er engin tilviljun, þar var María að vinna þegar hún var á fyrsta árinu í menntaskóla, á viðkvæmasta tíma lífs síns - þegar fimm ára gömul lífsreynsla var farin að ásækja hana svo mikið að hún var við það að bugastFlúði upp í til mömmu Hún ólst upp á Flateyri á sorgartímum eftir snjóflóðið 1995, heimilishaldið einkenndist af óreglu og drykkju, og árið 2001, þegar hún var tólf ára, breyttist líf hennar varanlega. „Í fyrsta skipti sem ég upplifi eitthvað kynferðislegt þá er það stjúppabbi minn að misnota mig," útskýrir María. Skiptin voru fjögur á hálfs árs tímabili. Alltaf var hann drukkinn, lagðist upp í rúm til hennar og leitaði á hana. „Mín taktík var bara sú að taka höndina á honum í burtu, fara inn í herbergi til mömmu og leggjast við hliðina á henni þannig að hann kæmist ekki til mín. Yfirleitt kom hann stuttu seinna og fór að sofa og þá gat ég farið aftur upp í rúm.Ég man öll skiptin mjög greinilega - svo vel að ég get lýst því í hvernig fötum hann var - og þetta hefur mótað mig mikið sem manneskju. Ég fylltist af sektarkennd, skömm og sjálfshatri og unglingsárin einkenndust mjög mikið af hræðslu og kvíða."Þú knúsaðir mig of fast María þorði engum að segja frá ofbeldinu og ræddi það aldrei við stjúpföður sinn, nema í eitt skipti þegar hann fékk hana með sér suður til Reykjavíkur að skoða báta sem hann hafði hug á að kaupa og þau gistu saman á hóteli. „I'm Like a Bird með Nelly Furtado var á PoppTíví - ég elskaði það lag - þegar hann kom úr sturtu og lagðist upp í hjá mér. Ég hugsaði bara: „Sjitt, er hann að fara að gera þetta aftur?" En þá spurði hann: „María mín, hef ég einhvern tímann gert eitthvað sem þér líkaði ekki vel við?" Ég var svo meðvirk að ég sagði við hann: „Nei, en þú knúsaðir mig of fast um daginn." Hann lofaði mér því að hann mundi aldrei knúsa mig of fast aftur og fór að sofa. Eftir á að hyggja held ég að þarna hafi hann verið að ganga úr skugga um að ég myndi ekki neitt, enda hafði ég alltaf þóst vera sofandi þegar hann skreið fullur upp í til mín."Bjó ein fimmtán ára og lifði á kakósúpu og fiskibollum úr dós Við tóku unglingsárin þar sem María tamdi sér að vera stillt, góður námsmaður og eins fullkomin og frekast var unnt. Hún hafði algjöra stjórn á eigin lífi, nema um helgar þegar foreldrar hennar fóru á fyllerí. „Þá gat ég ekki farið að sofa fyrr en ég heyrði hann hrjóta. Ég fór oft ein út að labba á nóttunni og labbaði þangað til ég vissi að þau væru örugglega sofnuð, fékk vinkonur mínar til að gista hjá mér og var alltaf mjög meðvituð um að koma í veg fyrir að aðstæður gætu skapast fyrir hann - mögulega ómeðvitað líka." Þegar María var fimmtán ára flutti fjölskylda hennar, mamma, stjúppabbi og tvö yngri systkini, til Úganda. María varð eftir á Íslandi. „Mögulegavegna þess að ég gat ekki hugsað mér að búa með honum áfram, en líka vegna þess að ég átti svo lítið eftir af grunnskóla og var að klára samræmdu prófin." Blóðfaðir hennar var þá tiltölulega nýfluttur til landsins frá Finnlandi - Ísfirðingur sem hún þekkti ekkert fyrr en hún var þrettán ára. „Ég er svona slys á diskóteki '88," segir hún hlæjandi. María hefur alltaf verið sjálfstæð, sá mikið til um yngri systkini sín alla tíð, og tók þá ákvörðun fimmtán ára gömul að flytja til þessa nýja föður síns á Ísafirði og ljúka grunnskólanum þar. Um það leyti var faðir hennar hins vegar búinn að kynnast konunni sem hann á í dag og dvaldi fyrst og fremst hjá henni. „Þannig að ég bjó eiginlega bara ein í litlu húsi sem hann átti. Ég kunni að búa til kakósúpu og fiskibollur úr dós og hann kunni ekki beint mikið að vera pabbi, þótt við séum orðin mjög náin í dag. Í tíunda bekk var ég þess vegna bara ein, alltaf með alla vinina heima, og fannst ótrúlega skrítið að einhverjum þætti það sérkennilegt."Þorgeir Atli Gunnarsson er fimm ára og á leiðinni í Vesturbæjarskóla í haust. Aðra hverja viku dvelur hann hjá pabba sínum, barnsföðurnum sem María heldur enn miklu sambandi við. "Ég hef alltaf litið svo á að Þorgeir hafi verið dýrmætasta gjöfin mín,“ segir María.Mynd/ArnþórSvaf á bak við stofuborð í hálft ár Þrátt fyrir þessar aðstæður fór hún aldrei út af sporinu - snerti til dæmis ekki áfengi fyrr en eftir að hún varð sautján ára. „Sem betur fer því að það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig að fara á aðra braut. Ætli það megi ekki þakka þetta einhverri innbyggðri skynsemi." María er komin af fólkinu frá Sólbakka á Flateyri, amma hennar er Jóhanna Guðrún Kristjándóttir, systir þingmannsins Einars Odds Kristjánssonar heitins, og þar var henni snemma innrætt að það væri mikilvægt að sækja sér góða menntun. Þegar hún náði samræmdu prófunum með glæsibrag var því ekkert annað í stöðunni en að flytja suður til Reykjavíkur og fara í Menntaskólann með stóru M-i - MR. „Þá flutti ég til frænku minnar og mannsins hennar sem tóku mig í raun að sér." Þar á María við Brynhildi Einarsdóttur og Illuga Gunnarsson, nú menntamálaráðherra. „Þau vildu greiða fyrir mér í lífinu af því að foreldrar mínir bjuggu í Afríku og pabbi minn bjó á Ísafirði. Á þessum tíma vissi samt enginn af lífsreynslu minni. Þau voru að gera upp húsið sitt á Ránargötunni þannig að ég flutti til þeirra í pínulitla kjallaraíbúð á Fjólugötu og þau sögðu mér að ég þyrfti að sofa á dýnu í smá stund. Það endaði þannig að ég gisti á dýnu á bak við stofuborð heima hjá þeim í sex mánuði af því að framkvæmdirnar töfðust eitthvað." María lætur samt vel af vistinni og segir þau hafa reynst sér mjög vel. „Trúin á að ég gæti einhvern tímann orðið eitthvað kemur frá þeim tveimur. Þau hafa alltaf verið á bakinu á mér og sagt við mig: María, þú hefur eitthvað, það er eitthvað við þig og þú getur gert hvað sem þú vilt. Ef ég hefði ekki haft þennan stuðning þá held ég að ég hefði ekki verið jafnáræðin í að láta verða eitthvað úr mér."Sagði Illuga frá Fyrsta árið í Menntaskólanum í Reykjavík gekk vel. „Ég var algjör dúlla, keypti mér Converse-skó og ætlaði algjörlega að taka týpuna alla leið. Ég var ótrúlega stillt og dugleg að læra - Illugi alltaf að reyna að kenna mér efnafræði og skildi ekkert hvernig ég komst í gegnum þetta því að ég var alveg hræðileg. Svo var það bara þegar vorprófin voru að byrja að ég frétti að foreldrar mínir væru að flytja aftur heim frá Úganda. Þá var ég orðin sautján ára og aðeins þroskaðri og fattaði að það greip mig ótti gagnvart því að stjúppabbi minn væri að flytja heim. Ég fann inni í mér þörf til að fara að takast aðeins á við aðstæðurnar. Ég hafði fundið stigmagnandi ótta gagnvart þessu og þetta var farið að ásækja mig sífellt meira og ég ákvað sem sagt að segja Illuga frá því að einhver hefði misnotað mig - ég þorði ekki að segja frá því að það hefði verið pabbi minn en þetta var stærsta skrefið sem ég gat tekið þá." Sumarið eftir byrjaði María að drekka og veturinn á eftir var henni strembinn í námi. „Ég svaf fram á borðið í tímum. Þetta var farið að vera svo mikið fyrir mig, hafði ágerst og ég átti mjög erfitt með að vakna á morgnana. Ég held að ég hafi bara verið virkilega þunglynd."Hótaði að svipta sig lífi Í nóvember 2006 fékk María óþægilega heimsókn. „Eitt kvöldið er bankað upp á heima hjá mér, ég fer til dyra og fyrir utan stendur stjúppabbi minn, blindfullur og blóðugur í framan, og segist hafa lent í áflogum við dyraverði - ég vissi ekki einu sinni að hann væri í bænum." Hún fór með hann inn, hlúði að honum og hlustaði á hann úthúða móður hennar. „Svo segir hann við mig: „Þú veist María að það hafa svo margir verið vondir við mig í lífinu." Þá fann ég einhvern innri styrk - í millitíðinni hafði ég sagt báðum bestu vinkonum mínum hver þetta var og við höfðum haldið krísufundi - þannig að ég horfði í augun á honum og spurði hann: „Og hefur þú alltaf verið góður við alla?" Hann horfði á móti og spurði: „Hvað meinarðu?" Og ég svaraði: „Þú veist hvað ég meina." Þá fór hann bara að gráta. Hann ætlaði að strunsa út og líklega drepa sig, en ég stoppaði hann og svæfði hann." Daginn eftir, þegar hún skutlaði stjúpa sínum út á flugvöll, lofaði hann bót og betrun en hótaði henni því jafnframt að ef hún segði frá mundi hann svipta sig lífi. „Þar var mikilli ábyrgð hent á herðar mínar og eftir þetta keyrði ég beint heim til Binnu og Illuga og sagði Illuga frá. Hann sagði að ég yrði að segja mömmu minni frá þessu. Ég var ekki alveg á því - átti ég að splundra fjölskyldunni minni? Þótt hann hefði gert þetta þá var hann líka pabbi minn, mér þótti ótrúlega vænt um hann sem slíkan og átti - og á enn þá - góðar minningar um hann."„Það var ótrúlega erfitt að ákveða að höfða mál á hendur manninum sem ég áleit pabba minn. En ég gerði það samt og það var aðallega af því að ég vildi ekki horfa til baka þegar ég væri orðin fertug og vera vont fordæmi,“ segir MaríaMynd/ArnþórNorðurljósin björguðu lífi hennar Hún ákvað að hætta í MR um jólin og flytja aftur vestur til mömmu sinnar og stjúpa, sem þá hafði verið edrú í mánuð. Jólin á Sólbakka urðu hins vegar hræðileg. Illuga leið illa með sína vitneskju, dró sig í hlé og las bækur. „Það var íþyngjandi fyrir hann að vita þetta en hann vildi samt að ég segði sjálf frá og ég er honum mjög þakklát fyrir. Það er allt annað en ef einhver annar tekur fram fyrir hendurnar á manni." Stjúpi hennar datt í það á annan í jólum og stakk af á sjó. „Þegar ég horfði á eftir honum um borð í bátinn þá hélt ég að hann væri bara að fara út á sjó að drepa sig," segir María. Hann skilaði sér þó aftur, en Maríu leið sífellt verr. „Það er móment þar sem ég er að keyra Vestfjarðargöngin til Flateyrar, ógeðslega hratt, að hlusta á geðveikt væmið lag og er búin að ákveða að keyra út af veginum - ég gat ekki meira. Ég hugsaði með mér: Það er auðveldara fyrir alla ef ég bara dey af því að þá þurfa þau ekki að díla við þetta - ég var það blind á aðstæður. En svo keyri ég út úr göngunum og það fyrsta sem ég sé er biluð Norðurljós - ofboðslega flott - og ég enda á því að stoppa bílinn, anda djúpt, taka upp símann, hringja í Illuga og segja honum að nú verði ég að segja mömmu frá." Næstu daga var atburðarásin hröð, María sagði mömmu sinni allt af létta nokkrum dögum síðar, og í kjölfarið viðurkenndi stjúpfaðir hennar allt fyrir fjölskyldunni. Morguninn eftir var hann horfinn. „Hann yfirgaf allt sem hann átti, keyrði með fötin sín til Reykjavíkur og ég hef séð hann tvisvar sinnum síðan. Í annað skiptið í IKEA - frænka mín þurfti að halda á mér út og ég fékk áfallastreituröskun í kjölfarið - og í hitt skiptið á flugvellinum í Reykjavík."Langar að vera gott fordæmi Eftir þetta tók annað erfitt ferli við hjá Maríu, þegar málið var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda sem aftur kærðu það til lögreglu, með hennar samþykki. „Það var ótrúlega erfitt að ákveða að höfða mál á hendur manninum sem ég áleit pabba minn. En ég gerði það samt og það var aðallega af því að ég vildi ekki horfa til baka þegar ég væri orðin fertug og vera vont fordæmi. Mig langar að vera gott fordæmi fyrir aðrar konur og vera ekki feimin gagnvart því sem ég lenti í. Það var meira en að segja það að fara í gegnum þetta kerfi og eftir á að hyggja veit ég ekki hvort ég mundi gera það aftur. En það var líka mjög þroskandi og góð lífsreynsla." Sumarið eftir varð María fyrir áfalli af öðrum toga - hún var ófrísk, nýorðin átján ára, eftir kærasta sinn til hálfs árs. Og það sem meira var: Hún var komin heila fimm mánuði á leið. „Þannig að það var aldrei nein spurning um annað en að hann Þorgeir minn yrði til. Ég fór í sónar og þar var bara lítið barn sem veifaði á skjánum. Ég hef alltaf litið svo á að Þorgeir hafi verið dýrmætasta gjöfin mín, því að með því að fá hann og þessa ábyrgð í hendurnar þá hafði ég nóg fyrir stafni á meðan lögreglurannsóknin var í gangi og aðrar streituvaldandi aðstæður, eins og að eiga tvö systkini sem voru að missa pabba sinn, eiga móður sem var ótrúlega brotin líka og ég sjálf algjörlega í molum - ég var í raun líka að missa pabba minn, en ég fékk enga jarðarför og kvaddi hann ekkert, hann bara hvarf."Sýknudómurinn var sjokk María eignaðist Þorgeir í nóvember í miðri lögreglurannsókn, kláraði jólaprófin með glans auk þess að vera félagsmálatröll í Menntaskólanum á Ísafirði, í nemendafélaginu og ræðuliðinu. Haustið eftir var ákveðið að gefa út ákæru á hendur stjúpföður hennar og í janúar 2009 lá niðurstaðan fyrir: Hann var sýknaður. „Það var verulegt sjokk, en samt svolítið skrítið sjokk af því að það var erfitt að taka ákvörðun um að kæra hann," segir María. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að María hafi verið samkvæm sjálfri sér og að ekkert færi í bága við ítarlegan framburð hennar annað en framburður stjúpföður hennar. Það dugði þó ekki til. „En mér hefur alltaf þótt vænt um að það standi í dómnum," segir María. „Nú eru liðin fjögur ár síðan dómurinn féll og ég hef reynt að gera allt sem ég get til að vera opin með þetta. Ég tók ákvörðun fyrir tveimur árum um að ég mundi aldrei leyfa honum að taka dag frá mér aftur og ég hef staðið við það. Mig hefur oft langað til að leggjast upp í rúm og vorkenna mér en ég hef ekki leyft mér það."Hætti við að fara í lögfræði Eftir menntaskólann fór María Rut í sálfræðinám. „Mig langaði rosalega mikið að rannsaka kynferðisofbeldi og langaði að helga mig því - og langar enn - að finna leið til að láta fórnarlömb kynferðisofbeldis vita að það er allt í lagi að segja frá og það er enginn heimsendir að vera opinn með það sem einhver annar ber ábyrgð á. Ég ber svo sannarlega ekki ábyrgð á gjörðum hans, en það tók mig alveg sex ár að átta mig á því. Ég vona að ég geti komið einhverjum í skilning um þetta með því að tala, þótt það væri ekki nema ein manneskja." Upphaflega hafði hugur hennar þó stefnt í lögfræði. „En ég missti algjörlega trú á réttarkerfinu þarna. Ég er naut og ég er mjög þrjósk og var svo brjáluð út í réttarkerfið að ég gat ekki ímyndað mér að fara að læra lögfræði." Barnsfaðir hennar fór hins vegar í lögfræði. Þau voru saman fyrsta árið af háskólanáminu en svo slitnaði upp úr sambandinu. „Við vorum alltaf meira bara vinir. Hann var mér ótrúlega kær á þessum tíma og stóð algjörlega við bakið á mér - ég veit að ég var ekki auðveld - og við eigum góðar minningar." Síðan hafa persónulegar aðstæður Maríu breyst umtalsvert. „Ég kom út úr skápnum eftir það og maður veit í rauninni ekki hvort kemur á undan, eggið eða hænan, en ég hef alltaf átt mjög erfitt með að treysta karlmönnum. Ég veit ekki hvort það tengist því að ég var misnotuð - kannski hef ég bara alltaf verið þannig. Og kannski skiptir það ekki heldur öllu máli, en mér líður allavega best í mínu eigin skinni sem opinber lesbía."Skrítið þegar Illugi varð ráðherra María útskrifaðist með BS-gráðu í sálfræði núna í júní. Útskriftarveislan fór fram á heimili Brynhildar og Illuga, örfáum dögum áður en hún þurfti, sem formaður Stúdentaráðs, að vaða í menntamálaráðherrann vegna afstöðu hans til málefna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hún viðurkennir að þegar Illugi, maður sem hún leit nánast á sem sinn annan föður, var gerður að menntamálaráðherra hafi hún hugsað með sér að þarna væri komin upp dálítið sérkennileg staða. „Ég var svo sem bara fegin þegar ég vissi að það væri þarna greindur maður að fara í þetta mikilvæga embætti en ég held að það sé langt síðan námsmenn hafa farið í svona stóran slag og þurft að keyra af jafnmiklum krafti í menntamálaráðherra og yfirvöld og ég hef aldrei staldrað við og hugsað: Heyrðu, þetta er Illugi. Þetta er bara vinnan mín og ég er fullkomlega ósammála því sem hefur verið í gangi í þessu máli. Illugi er ótrúlega trúr sinni vinnu og ég lærði það af honum - það er kannski bara að koma í bakið á honum núna," segir hún og hlær en bætir við: „Við höfum algjörlega náð að halda þessu á mjög faglegum nótum."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira