Matur

Ebba gerir gómsætan berjahafragraut

Ebba Guðný.
Ebba Guðný.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Ebbu Guðný Guðmundsdóttur matgæðing útbúa heilsusamlegan berjahafragraut með Steviu sætu í stað sykurs.

Ebba er snillingur á sínu sviði og bregst henni ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn.

Berjahafragrautur

Kvöldið áður en þið farið að sofa:

1 dl lífrænt haframjöl (eða tröllahafrar)

1 1/2 dl vatn

1 dl möndlu- og rismjólk (Isola), ósæt möndlumjólk eða bara mjólk!

1 dl frosin ber (ég notaði lífræn)

1 tsk vanillu extract/dropar (ég nota lífræna, má líka nota 1/2 tsk vanilluduft)

2 döðlur (skornar í bita)

6 dropar vanillu Via-Health stevia

Sett í skál og inn í ísskáp og látið standa þar yfir nótt.

Er þið vaknið:

Hella þessu öllu í pott og sjóða við vægan hita í mesta lagi mínútu.

Þið getið bætt við meiri steviu ef þið viljið sætara bragð. 



Hér má sjá Ebbu gera gómsætan jarðaberjaís án sykurs.


Hér má sjá Ebbu elda dásamlegar múffukökur.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.