Neymar með þrennu í stórsigri Barcelona - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2013 10:24 Neymar skoraði þrennu á Nývangi í kvöld. Nordicphotos/Getty Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira