Vonar að bekkjarsystkinin séu stolt af sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Birta Huga- Selmudóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumannaleikhúsi í leikritinu Nóttin nærist á deginum í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“ Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira