Stórvirki sem lýsir óhugnanlegum heimi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Páll Baldvin segir bókina opna heim sem hvergi sé að finna í samtímabókmenntum Evrópu, heim eftirnýlendutímans í Afríku. Fréttablaðið/GVA "Já, mér finnst þetta vera tímamótaverk og þeir bókmenntamenn danskir sem ég hef séð fjalla um þennan bálk eru á því máli líka," segir Páll Baldvin Baldvinsson um skáldsöguna Útlagann eftir danska rithöfundinn Jakob Ejersbo, sem kemur út í þýðingu Páls í dag. Útlaginn er fyrsti hlutinn í þríleik Ejersbo sem kom út í heimalandinu árið 2009. Sagan segir frá hinni fimmtán ára gömlu Samönthu, enskri stúlku sem hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri og finnst henni vera útskúfað bæði á heimili sínu og í skólanum. Hún verður ástfanginn af eldri manni sem reynist henni örlagaríkt; hún leiðist í fíkniefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur. Ejersbo, sonur millistéttahjóna, fæddist árið 1968 í Álaborg en flutti ungur til Tansaníu, þar sem foreldrar hans unnu við hjálparstarf, og bjó þar um tíu ára skeið. Ejersbo starfaði framan af sem blaðamaður en einbeitti sér alfarið að bókaskrifum eftir að þriðja skáldsaga hans, Nordkraft, sló í gegn árið 2002. Sú bók gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar og lýsir lífi ungs fólks sem lifir á jaðrinum í heimi sem einkennist af neyslu fíkniefna, afbrotum og leit að ást og öryggi.Féll frá skömmu fyrir útgáfu Í kjölfarið hóf Ejersbo að skrifa það sem hann vildi að yrði sinn ópus, eins og Páll Baldvin kemst að orði; bálk um lífið í Tansaníu á níunda áratugnum. "Í ársbyrjun 2007 kom hann með 1.600 síðna handrit til Gyldendal," segir Páll Baldvin. "Þar var afráðið að skipta verkinu í þrennt; skáldsöguna Eksil, eða Útlagi eins og það heitir á íslensku, smásagnasafnið Revolution og skáldsöguna Liberty sem var enn ófullgerð." Örlögin tóku hins vegar í taumana; Ejersbo greindist með illkynja krabbamein í hálsi um haustið og lést í júlí 2008. Áður en hann dó gaf hann fyrirmæli um frágang verkanna sem komu út með nokkurra mánaða millibili árið 2009. "Allt í kringum útgáfuna mótast vissulega af því að Ejersbo deyr sviplega rétt í þann mund sem hann er að klára verkið til útgáfu," segir Páll. "En bálkurinn er sannanlega stórvirki. Það segir líka sína sögu að jafn stórt forlag og Gyldendal gefi út svona risavaxið verk með þéttu millibili."Eftir að hafa slegið í gegn með þriðju bók sinni, Nordkraft, hóf Ejerskraft að vinna að ópus sínum, bálki sem byggði að hluta á æviminningum hans frá Tansaníu. Ejersbo rétt náði að klára verkið til útgáfu áður en hann lést, fertugur að aldri.Opnar lokaðan heim Í eftirmála þýðanda segir að Danir hafi löngum veigrað sér við að fjalla um fortíð landsins sem nýlenduveldis; í því liggi helsta gildi bálksins sem Ejersbo skildi eftir sig. "Hann opnar fyrir lesendum heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum í Evrópu, það er að segja eftirnýlenduástandið í Afríku," segir Páll Baldvin. Annað bindið í bálknum er smásagnasafn sem byggir á minniháttar persónum og atvikum úr fyrstu bókinni en í þeirri þriðju er saga Christians, vinar Samönthu úr Útlaganum, rakin. "Í gegnum þessa krakka sem hann lýsir opnar Ejersbo framandi og oft mjög óhugnanlegan heim þannig að úr verður stór dæmisaga um okkur Vesturlandabúa, framgang kapítalismans og hvernig Afríka er leikin." Bálkurinn er ævisögulegur að hluta og byggir á eigin reynslu Ejersbo frá því hann bjó í Tansaníu. "Samantha ber til dæmis svip af vinkonu Ejersbo sem hann tileinkaði Nordkraft og Christian, sem er aukapersóna í Útlaganum en söguhetjan í lokabókinni, ber sterkan svip af höfundi sínum." Páll segir engum blöðum um það að fletta að með Ejersbo hafi horfið einn merkasti samtímahöfundur Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. "En hvert hann hefði farið eftir þetta verk veit maður auðvitað ekki." Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Já, mér finnst þetta vera tímamótaverk og þeir bókmenntamenn danskir sem ég hef séð fjalla um þennan bálk eru á því máli líka," segir Páll Baldvin Baldvinsson um skáldsöguna Útlagann eftir danska rithöfundinn Jakob Ejersbo, sem kemur út í þýðingu Páls í dag. Útlaginn er fyrsti hlutinn í þríleik Ejersbo sem kom út í heimalandinu árið 2009. Sagan segir frá hinni fimmtán ára gömlu Samönthu, enskri stúlku sem hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri og finnst henni vera útskúfað bæði á heimili sínu og í skólanum. Hún verður ástfanginn af eldri manni sem reynist henni örlagaríkt; hún leiðist í fíkniefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur. Ejersbo, sonur millistéttahjóna, fæddist árið 1968 í Álaborg en flutti ungur til Tansaníu, þar sem foreldrar hans unnu við hjálparstarf, og bjó þar um tíu ára skeið. Ejersbo starfaði framan af sem blaðamaður en einbeitti sér alfarið að bókaskrifum eftir að þriðja skáldsaga hans, Nordkraft, sló í gegn árið 2002. Sú bók gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar og lýsir lífi ungs fólks sem lifir á jaðrinum í heimi sem einkennist af neyslu fíkniefna, afbrotum og leit að ást og öryggi.Féll frá skömmu fyrir útgáfu Í kjölfarið hóf Ejersbo að skrifa það sem hann vildi að yrði sinn ópus, eins og Páll Baldvin kemst að orði; bálk um lífið í Tansaníu á níunda áratugnum. "Í ársbyrjun 2007 kom hann með 1.600 síðna handrit til Gyldendal," segir Páll Baldvin. "Þar var afráðið að skipta verkinu í þrennt; skáldsöguna Eksil, eða Útlagi eins og það heitir á íslensku, smásagnasafnið Revolution og skáldsöguna Liberty sem var enn ófullgerð." Örlögin tóku hins vegar í taumana; Ejersbo greindist með illkynja krabbamein í hálsi um haustið og lést í júlí 2008. Áður en hann dó gaf hann fyrirmæli um frágang verkanna sem komu út með nokkurra mánaða millibili árið 2009. "Allt í kringum útgáfuna mótast vissulega af því að Ejersbo deyr sviplega rétt í þann mund sem hann er að klára verkið til útgáfu," segir Páll. "En bálkurinn er sannanlega stórvirki. Það segir líka sína sögu að jafn stórt forlag og Gyldendal gefi út svona risavaxið verk með þéttu millibili."Eftir að hafa slegið í gegn með þriðju bók sinni, Nordkraft, hóf Ejerskraft að vinna að ópus sínum, bálki sem byggði að hluta á æviminningum hans frá Tansaníu. Ejersbo rétt náði að klára verkið til útgáfu áður en hann lést, fertugur að aldri.Opnar lokaðan heim Í eftirmála þýðanda segir að Danir hafi löngum veigrað sér við að fjalla um fortíð landsins sem nýlenduveldis; í því liggi helsta gildi bálksins sem Ejersbo skildi eftir sig. "Hann opnar fyrir lesendum heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum í Evrópu, það er að segja eftirnýlenduástandið í Afríku," segir Páll Baldvin. Annað bindið í bálknum er smásagnasafn sem byggir á minniháttar persónum og atvikum úr fyrstu bókinni en í þeirri þriðju er saga Christians, vinar Samönthu úr Útlaganum, rakin. "Í gegnum þessa krakka sem hann lýsir opnar Ejersbo framandi og oft mjög óhugnanlegan heim þannig að úr verður stór dæmisaga um okkur Vesturlandabúa, framgang kapítalismans og hvernig Afríka er leikin." Bálkurinn er ævisögulegur að hluta og byggir á eigin reynslu Ejersbo frá því hann bjó í Tansaníu. "Samantha ber til dæmis svip af vinkonu Ejersbo sem hann tileinkaði Nordkraft og Christian, sem er aukapersóna í Útlaganum en söguhetjan í lokabókinni, ber sterkan svip af höfundi sínum." Páll segir engum blöðum um það að fletta að með Ejersbo hafi horfið einn merkasti samtímahöfundur Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. "En hvert hann hefði farið eftir þetta verk veit maður auðvitað ekki."
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira