Á Dortmund einhverja möguleika? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 07:00 Súrt og enn súrara. Bastian Schweinsteiger sést hér eftir tapið í úrslitaleiknum í fyrra og á hinni myndinni óskar hann Jose Mourinho, þjálfara Internazionale, til hamingju með sigurinn í úrslitaleiknum á Santiago Bernabéu 2010. Mynd/afp „22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
„22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira