Hefur sungið Wagner í fjórum heimsálfum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. júní 2013 15:30 Bjarni Thor Kristinsson segir alla kunna stef eftir hið umdeilda tónskáld, Richard Wagner, þótt þeir gerir sér ekki endilega grein fyrir því. „Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari, sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner í Hörpu í kvöld. „Mörgum finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarpinu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner-hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“Bjarni Thor er staddur á Keflavíkurflugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir lokaæfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“Þú verður þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnisskráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitarstjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitarinnar. Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari, sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner í Hörpu í kvöld. „Mörgum finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarpinu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner-hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“Bjarni Thor er staddur á Keflavíkurflugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir lokaæfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“Þú verður þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnisskráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitarstjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira