Matur

Bananaterta með karamelluostakremi

Marín Manda skrifar
Edda Karen Davíðsdóttir
Edda Karen Davíðsdóttir

Edda Karen Davíðsdóttir starfar í Landsbankanum og er viðskiptafræðinemi. Hún hefur mikinn áhuga á bakstri og deilir hér uppskrift sem hún fann í matreiðslubók fyrir mörgum árum. Kökuna segir hún bragðast einstaklega vel en uppskriftina hefur hún verið að þróa áfram með árunum.

Uppskrift:

3 dl púðursykur

3 dl sykur

150 g mjúkt smjör

3 egg

9 dl hveiti

1 1/2 tsk. lyftiduft 

4 dl mjólk

2 bananar

Krem

250 g mjúkt smjör

300 g rjómaostur

6 dl flórsykur

2 dl tilbúin karamellusósa (fæst í Hagkaup)

Hrærið vel saman púðursykri, sykri og smjöri. Bætið einu eggi í einu saman við blönduna og síðan hveiti og lyftidufti. Stappið bananana og blandið mjólkinni saman við. Setjið bananablönduna saman við deigið. Bakið í tveimur 20 cm hringlaga formum við 160 gráður í 40-45 mín.

Þegar búið er að hræra kreminu saman þannig að það er ljóst og létt er það kælt í 15-20 mín. Svo er kremið sett fallega á kökuna og hún jafnvel skreytt.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.