Verða að vera bækur undir jólatrénu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2013 12:00 Guðrún Vilmundardóttir segist vera mun afslappaðri í ár en oft áður á þessum tíma, enda hafi útgáfuárið verið gott. Fréttablaðið/Valli „Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“ Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“
Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira