Sjón, Andri Snær og Guðbjörg urðu fyrir valinu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2014 16:30 Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent nú fyrir stundu. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Sjón og Andri Snær Magnason hlutu verðlaunin í ár. vísir/valli Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti nú rétt í þessu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þau sem hlutu verðlaunin að þessu sinni og eina milljón króna hvert, voru þau Andri Snær Magnason í flokki barna- og unglingabóka, Sjón eða Sigurjón B. Sigurðsson í flokki fagurbókmennta og Guðbjörg Kristjánsdóttir í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Allgóð stemming var á Bessastöðum þegar bókmenntafólkið lagði undir sig þessar höfuðstöðvar forsetans, sem setti samkomuna. Þá flutti Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, stutta tölu og kynnti tilnefnda höfunda. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti.Guðni Kolbeinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir, Þóra Arnórsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir.Dómnefndin Það var fjögurra manna lokadómnefnd sem valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári en þá voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu þau Guðni Kolbeinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir, Þóra Arnórsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.Snorri Helgason flutti lög sín Kveðja af plötunni Autumn Skies og Verum í sambandi sem hljómsveitin Sprengjuhöllin gaf út.Barnabókaverðlaun fyrsta sinni Í tilefni 125 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgefenda og 25 ára afmælis Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru nú veitt í fyrsta skipti verðlaun í flokki barna- og unglingabóka. Þær höfðu áður fallið undir flokk fagurbókmennta. Verðlaunin skiptust því nú í þrjá flokka sem hér segir. Eins og áður sagði hlaut Andri Snær þau, fyrstur manna, fyrir Tímakistuna, sem Mál og menning gaf út. Verk Sjóns, sem tryggði honum verðlaunin er Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til en útgefandi er JPV útgáfa. Og bók Guðbjargar, sem varð til þess að hún hlaut verðlaunin í flokki fræðirita er Íslenska teiknibókin en hana gefur Crymogea út.Tilnefningar Þeir sem þurftu að lúta í gras gagnvart þeim þremur eru í flokki barna- og unglingabóka, en voru tilnefnd til verðlaunanna eru: Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen: Brosbókin. Útgefandi: Bókaútgáfan Salka, Sif Sigmarsdóttir:Freyju saga – Múrinn. Útgefandi: Mál og menning, Sigrún Eldjárn: Strokubörnin á Skuggaskeri. Útgefandi: Mál og menning og Vilhelm Anton Jónsson:Vísindabók Villa. Útgefandi: JPV útgáfa. Í flokki fagurbókmennta voru tilnefnd, auk Mánasteins, þau Eiríkur Guðmundsson:1983. Útgefandi: Bjartur, Guðmundur Andri Thorsson:Sæmd. Útgefandi: JPV útgáfa, JónKalman Stefánsson:Fiskarnir hafa enga fætur. Útgefandi: Bjartur og Vigdís Grímsdóttir:Dísusaga – Konan með gulu töskuna. Útgefandi: JPV útgáfa. Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis auk bókar Guðbjargar: Gísli Sigurðsson:Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? Útgefandi: Mál og menning, Guðmundur Páll Ólafsson:Vatnið í náttúru Íslands. Útgefandi: Mál og menning, Jón Gauti Jónsson: Fjallabókin. Útgefandi: Mál og menning og Sölvi Björn Sigurðsson: Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók. Útgefandi: Sögur.Íslensku bókmenntaverðlaunin Stofnað var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 en þá var Félags íslenskra bókaútgefenda, sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889, hundrað ára. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til nú að við bætist flokkur barna- og unglingabóka á sama tíma og verðlaunin verða veitt í 25. skipti. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 hlutu Eiríkur Örn Norðdahl fyrir skáldsöguna Illsku og Gunnar F. Guðmundsson fyrir ævisöguna Pater Jón Sveinsson – Nonni.Verðlaunahafar1989 Stefán Hörður Grímsson1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson1994 Silja Aðalsteinsdóttir og Vigdís Grímsdóttir1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson,2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Þorláksson2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson2013 Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Andri Snær Magnason Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti nú rétt í þessu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þau sem hlutu verðlaunin að þessu sinni og eina milljón króna hvert, voru þau Andri Snær Magnason í flokki barna- og unglingabóka, Sjón eða Sigurjón B. Sigurðsson í flokki fagurbókmennta og Guðbjörg Kristjánsdóttir í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Allgóð stemming var á Bessastöðum þegar bókmenntafólkið lagði undir sig þessar höfuðstöðvar forsetans, sem setti samkomuna. Þá flutti Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, stutta tölu og kynnti tilnefnda höfunda. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti.Guðni Kolbeinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir, Þóra Arnórsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir.Dómnefndin Það var fjögurra manna lokadómnefnd sem valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári en þá voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu þau Guðni Kolbeinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir, Þóra Arnórsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.Snorri Helgason flutti lög sín Kveðja af plötunni Autumn Skies og Verum í sambandi sem hljómsveitin Sprengjuhöllin gaf út.Barnabókaverðlaun fyrsta sinni Í tilefni 125 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgefenda og 25 ára afmælis Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru nú veitt í fyrsta skipti verðlaun í flokki barna- og unglingabóka. Þær höfðu áður fallið undir flokk fagurbókmennta. Verðlaunin skiptust því nú í þrjá flokka sem hér segir. Eins og áður sagði hlaut Andri Snær þau, fyrstur manna, fyrir Tímakistuna, sem Mál og menning gaf út. Verk Sjóns, sem tryggði honum verðlaunin er Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til en útgefandi er JPV útgáfa. Og bók Guðbjargar, sem varð til þess að hún hlaut verðlaunin í flokki fræðirita er Íslenska teiknibókin en hana gefur Crymogea út.Tilnefningar Þeir sem þurftu að lúta í gras gagnvart þeim þremur eru í flokki barna- og unglingabóka, en voru tilnefnd til verðlaunanna eru: Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen: Brosbókin. Útgefandi: Bókaútgáfan Salka, Sif Sigmarsdóttir:Freyju saga – Múrinn. Útgefandi: Mál og menning, Sigrún Eldjárn: Strokubörnin á Skuggaskeri. Útgefandi: Mál og menning og Vilhelm Anton Jónsson:Vísindabók Villa. Útgefandi: JPV útgáfa. Í flokki fagurbókmennta voru tilnefnd, auk Mánasteins, þau Eiríkur Guðmundsson:1983. Útgefandi: Bjartur, Guðmundur Andri Thorsson:Sæmd. Útgefandi: JPV útgáfa, JónKalman Stefánsson:Fiskarnir hafa enga fætur. Útgefandi: Bjartur og Vigdís Grímsdóttir:Dísusaga – Konan með gulu töskuna. Útgefandi: JPV útgáfa. Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis auk bókar Guðbjargar: Gísli Sigurðsson:Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? Útgefandi: Mál og menning, Guðmundur Páll Ólafsson:Vatnið í náttúru Íslands. Útgefandi: Mál og menning, Jón Gauti Jónsson: Fjallabókin. Útgefandi: Mál og menning og Sölvi Björn Sigurðsson: Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók. Útgefandi: Sögur.Íslensku bókmenntaverðlaunin Stofnað var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 en þá var Félags íslenskra bókaútgefenda, sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889, hundrað ára. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til nú að við bætist flokkur barna- og unglingabóka á sama tíma og verðlaunin verða veitt í 25. skipti. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 hlutu Eiríkur Örn Norðdahl fyrir skáldsöguna Illsku og Gunnar F. Guðmundsson fyrir ævisöguna Pater Jón Sveinsson – Nonni.Verðlaunahafar1989 Stefán Hörður Grímsson1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson1994 Silja Aðalsteinsdóttir og Vigdís Grímsdóttir1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson,2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Þorláksson2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson2013 Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Andri Snær Magnason
Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira