Elliði og Sóley tókust á í Minni skoðun: "Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka Diet Coke.“ 9. mars 2014 11:14 Sérfræðingar Mikaels Torfasonar í Minni skoðun á Stöð 2 voru að þessu sinni þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau tókust á um Evrópumálin og frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson sagði strax í upphafi að hann hefði sjálfur viljað meiri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið og bætti því við síðar að það hefði ekki þurft að koma strax með þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Sóley Tómasdóttir, sem er Vinstri græn, gagnrýndi framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að það væri alvarleg staða að ríkisstjórnin skuli trekk í trekk fara gegn því sem lofað var fyrir kosningar. Elliði sagði að gagnrýni frá Vinstri grænum væri einkennileg og svo notast sé við hans orðalag: „Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka diet kók.” Sóley leiðrétti Elliða fljótt því rétt er að tala um „Vinstri græn” en ekki „Vinstri græna.” „Ég biðst forláts á þessari einu villu sem ég hef farið með,” svaraði Elliði. Þau voru bæði sammála að það væri einkennilegt að forsætisráðherra kannist nú ekki við bréf sem hann skrifaði undir og sent var út í aðdraganda alþingiskosninga 2009. „Á maður að fá SMS frá Sigmundi Davíð til þess að taka hann alvarlega?” spurði Sóley en Elliði sagði að hann myndi ekki senda út nein bréf nema í því stæðu meiningar hans. Þegar talið barst almennt að framistöðu framsóknarráðherra sagði Sóley að henni þættu þessir menn fara óvarlega með vald sitt. Elliði tók ekki undir það en þau voru bæði ósammála forsætisráðherra um að Evrópusambandið hefði sett ríkisstjórn Íslands afarkosti. „Ég á erfitt með að búa til þá stöðu í huganum að við séum að renna út á tíma. Og hvað hefði þá gerst? Hefði ekki komið bréf frá Evrópusambandinu um að viðræðunum væri slitið? Og hefði þá ekki draumur Sigmundar ræst?” sagði Elliði. Sjá má umræður þeirra Mikaels, Sóleyjar og Elliða í myndbandsklippunni hér að ofan. Mín skoðun Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sérfræðingar Mikaels Torfasonar í Minni skoðun á Stöð 2 voru að þessu sinni þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau tókust á um Evrópumálin og frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson sagði strax í upphafi að hann hefði sjálfur viljað meiri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið og bætti því við síðar að það hefði ekki þurft að koma strax með þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Sóley Tómasdóttir, sem er Vinstri græn, gagnrýndi framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að það væri alvarleg staða að ríkisstjórnin skuli trekk í trekk fara gegn því sem lofað var fyrir kosningar. Elliði sagði að gagnrýni frá Vinstri grænum væri einkennileg og svo notast sé við hans orðalag: „Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka diet kók.” Sóley leiðrétti Elliða fljótt því rétt er að tala um „Vinstri græn” en ekki „Vinstri græna.” „Ég biðst forláts á þessari einu villu sem ég hef farið með,” svaraði Elliði. Þau voru bæði sammála að það væri einkennilegt að forsætisráðherra kannist nú ekki við bréf sem hann skrifaði undir og sent var út í aðdraganda alþingiskosninga 2009. „Á maður að fá SMS frá Sigmundi Davíð til þess að taka hann alvarlega?” spurði Sóley en Elliði sagði að hann myndi ekki senda út nein bréf nema í því stæðu meiningar hans. Þegar talið barst almennt að framistöðu framsóknarráðherra sagði Sóley að henni þættu þessir menn fara óvarlega með vald sitt. Elliði tók ekki undir það en þau voru bæði ósammála forsætisráðherra um að Evrópusambandið hefði sett ríkisstjórn Íslands afarkosti. „Ég á erfitt með að búa til þá stöðu í huganum að við séum að renna út á tíma. Og hvað hefði þá gerst? Hefði ekki komið bréf frá Evrópusambandinu um að viðræðunum væri slitið? Og hefði þá ekki draumur Sigmundar ræst?” sagði Elliði. Sjá má umræður þeirra Mikaels, Sóleyjar og Elliða í myndbandsklippunni hér að ofan.
Mín skoðun Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira