Hægt að taka upp evru í náinni framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2014 19:18 Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni . ESB-málið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni .
ESB-málið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira