Tveggja kirkjuturna tal Högna er opnunarverk Listahátíðar 16. maí 2014 16:45 Turnar Landakotskirkju og Hallgrímskirkju munu kallast á í verki Högna Egilssonar. Hörður/Listahátíð/Vilhelm Opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík er nýtt fimmtán mínútna verk Högna Egilssonar, Turiya, sem hann flytur með Bjöllukór Tónstofu Valgerðar Jónsdóttur og klukkum Hallgrímskirkju og Landakotskirkju. Verkið verður flutt við Tjörnina í Reykjavík og streymt á siminn.is. Flutningurinn fer fram næsta fimmtudag, 22. maí, og hefst kl. 17.30. „Ég vil snerta við fólki, miðla hugmyndum sem mér finnast mikilvægar um samúð, ást, ótta, gleði, fegurð og sorgina sem er svo lífseig. Í austrænni heimspeki stendur Turiya fyrir fjórða og æðsta tilverustigið sem liggur handan vöku og drauma og draumlauss svefns. Í verkinu byrjum við við Tjörnina — við djúpið þar sem við sláum grunntóninn. Söngurinn rís úr vatninu meðan tröllin tvö á Skólavörðuholti og Landakoti kallast á. Söngurinn ómar yfir borgina, inn í Esjuna og ofan í Eilífsdal sem liggur að baki henni. Verkið endurspeglar lífsreisu mannverunnar, þar sem Turiya er kjarninn,” segir Högni um verk sitt.Tjörnin og Reykjavíkurhöfn verða þungamiðjan í dagskrá hátíðarinnar í borginni en hún stendur í tvær vikur, til fimmtudagsins 5. júní. Síminn og Listahátíð í Reykjavík hafa samstarf í annað sinn um streymi á opnunarverki hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð segir Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans, Símann stoltan af samstarfinu við Listahátíð annað árið í röð: „Listahátíð í Reykjavík er einn af hápunktum í íslensku menningarlífi ár hvert og það er okkur hjá Símanum mikil ánægja og heiður að fá að koma að hátíðinni. Með því að nýta fjarskiptin gerum við öllum landsmönnum kleift að njóta opnunaratriðis hátíðarinnar, hvar sem þeir eru staddir. Við hlökkum til að vinna að því með forsvarsfólki hátíðarinnar að finna nýjar leiðir til að miðla viðburðum í framtíðinni.“ Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, tekur undir þau orð og segir: „Samstarf við Símann gerir Listahátíð kleift að þróa miðlunarleiðir sem við munum tileinka okkur í auknum mæli á næstu árum. Það er mikið tilhlökkunarefni að þróa þær leiðir í samstarfi við leiðandi fyrirtæki á borð við Símann." Hanna segir ennfremur eitt af markmiðum hátíðarinnar vera að auðvelda aðgengi að viðburðum og að ár hvert séu margir þeirra utan miðasölu. Opnunarverk hátíðarinnar sé jafnan nýtt staðbundið verk sem gert sé sérstaklega fyrir tilefnið. „Verk Högna er þess eðlis að það hefur gríðarlega breiða skírskotun og það er opnunarverk 28. Listahátíðar í Reykjavík. Eðli málsins vegna á það að ná til sem flestra. Samstarfið við Símann er grundvallarþáttur í því í að miðla því til landsmanna allra, sem og alþjóðlega.” Listahátíð í Reykjavík er nú haldin í 28. skipti og er hátíðin í ár undir titlinum Ekki lokið. Nánar má lesa um dagskrá á vefnum listahatid.is. Menning Tengdar fréttir Lífshringur fiðrildis og andvökunótt Tónleikhúsverkið Wide Slumber verður frumsýnt í Tjarnarbíói 24. maí. Verkið er samstarfsverkefni leikhópsins VAVaVoom og Bedroom Community. 14. maí 2014 12:00 Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er á leið til Íslands með eiginkonu sinni Leah Singer þar sem þau munu setja upp sýninguna Sight Unseen. 15. maí 2014 21:00 Draumóramenn sem láta draumana rætast Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku. 16. maí 2014 16:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík er nýtt fimmtán mínútna verk Högna Egilssonar, Turiya, sem hann flytur með Bjöllukór Tónstofu Valgerðar Jónsdóttur og klukkum Hallgrímskirkju og Landakotskirkju. Verkið verður flutt við Tjörnina í Reykjavík og streymt á siminn.is. Flutningurinn fer fram næsta fimmtudag, 22. maí, og hefst kl. 17.30. „Ég vil snerta við fólki, miðla hugmyndum sem mér finnast mikilvægar um samúð, ást, ótta, gleði, fegurð og sorgina sem er svo lífseig. Í austrænni heimspeki stendur Turiya fyrir fjórða og æðsta tilverustigið sem liggur handan vöku og drauma og draumlauss svefns. Í verkinu byrjum við við Tjörnina — við djúpið þar sem við sláum grunntóninn. Söngurinn rís úr vatninu meðan tröllin tvö á Skólavörðuholti og Landakoti kallast á. Söngurinn ómar yfir borgina, inn í Esjuna og ofan í Eilífsdal sem liggur að baki henni. Verkið endurspeglar lífsreisu mannverunnar, þar sem Turiya er kjarninn,” segir Högni um verk sitt.Tjörnin og Reykjavíkurhöfn verða þungamiðjan í dagskrá hátíðarinnar í borginni en hún stendur í tvær vikur, til fimmtudagsins 5. júní. Síminn og Listahátíð í Reykjavík hafa samstarf í annað sinn um streymi á opnunarverki hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð segir Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans, Símann stoltan af samstarfinu við Listahátíð annað árið í röð: „Listahátíð í Reykjavík er einn af hápunktum í íslensku menningarlífi ár hvert og það er okkur hjá Símanum mikil ánægja og heiður að fá að koma að hátíðinni. Með því að nýta fjarskiptin gerum við öllum landsmönnum kleift að njóta opnunaratriðis hátíðarinnar, hvar sem þeir eru staddir. Við hlökkum til að vinna að því með forsvarsfólki hátíðarinnar að finna nýjar leiðir til að miðla viðburðum í framtíðinni.“ Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, tekur undir þau orð og segir: „Samstarf við Símann gerir Listahátíð kleift að þróa miðlunarleiðir sem við munum tileinka okkur í auknum mæli á næstu árum. Það er mikið tilhlökkunarefni að þróa þær leiðir í samstarfi við leiðandi fyrirtæki á borð við Símann." Hanna segir ennfremur eitt af markmiðum hátíðarinnar vera að auðvelda aðgengi að viðburðum og að ár hvert séu margir þeirra utan miðasölu. Opnunarverk hátíðarinnar sé jafnan nýtt staðbundið verk sem gert sé sérstaklega fyrir tilefnið. „Verk Högna er þess eðlis að það hefur gríðarlega breiða skírskotun og það er opnunarverk 28. Listahátíðar í Reykjavík. Eðli málsins vegna á það að ná til sem flestra. Samstarfið við Símann er grundvallarþáttur í því í að miðla því til landsmanna allra, sem og alþjóðlega.” Listahátíð í Reykjavík er nú haldin í 28. skipti og er hátíðin í ár undir titlinum Ekki lokið. Nánar má lesa um dagskrá á vefnum listahatid.is.
Menning Tengdar fréttir Lífshringur fiðrildis og andvökunótt Tónleikhúsverkið Wide Slumber verður frumsýnt í Tjarnarbíói 24. maí. Verkið er samstarfsverkefni leikhópsins VAVaVoom og Bedroom Community. 14. maí 2014 12:00 Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er á leið til Íslands með eiginkonu sinni Leah Singer þar sem þau munu setja upp sýninguna Sight Unseen. 15. maí 2014 21:00 Draumóramenn sem láta draumana rætast Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku. 16. maí 2014 16:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Lífshringur fiðrildis og andvökunótt Tónleikhúsverkið Wide Slumber verður frumsýnt í Tjarnarbíói 24. maí. Verkið er samstarfsverkefni leikhópsins VAVaVoom og Bedroom Community. 14. maí 2014 12:00
Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er á leið til Íslands með eiginkonu sinni Leah Singer þar sem þau munu setja upp sýninguna Sight Unseen. 15. maí 2014 21:00
Draumóramenn sem láta draumana rætast Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku. 16. maí 2014 16:30