Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2014 18:45 Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“ Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“
Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sjá meira
Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00