Real Madrid skoraði átján mörk á einni viku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 15:00 Vísir/Getty Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58
Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00
Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01
Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15