„Situr samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 20:52 Þingkonan lætur lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa sárnað við lesturinn og ætlar að halda sínu striki. „Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
„Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira