Alfreð fékk ekki margar mínútur í tapi Sociedad Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 00:01 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn. Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn.
Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira