Bubba Watson sigraði á ótrúlegan hátt á HSBC heimsmótinu í Kína 9. nóvember 2014 11:02 Watson setti glompuhöggið á 18. holu niður af stakri snilld. AP Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira