McDowell enn í forystu í Shanghai 7. nóvember 2014 14:48 McDowell hefur verið í sérflokki hingað til. AP Graeme McDowell hefur þriggja högga forystu á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Kína en hann er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið þá báða á 67 höggum. Lykillinn að spilamennsku McDowell hafa verið púttin en hann hefur púttað hreint út sagt frábærlega ásamt því að upphafshöggin hans hafa verið hárnákvæm á hinum þrönga Sheshan velli í Shanghai. Englendingurinn litríki, Ian Poulter, er einn í öðru sæti á sjö höggum undir pari en Hiroshi Iwata og Bubba Watson deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari. Áhugavert verður að fylgjast með hvort að McDowell takist að halda þessari frábæru spilamennsku áfram en margir af bestu kylfingum heims eru skammt undan á nokkrum höggum undir pari og gætu blandað sér í toppbaráttuna með góðum hring á morgun. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst hún klukkan 03:00 í nótt. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Graeme McDowell hefur þriggja högga forystu á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Kína en hann er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið þá báða á 67 höggum. Lykillinn að spilamennsku McDowell hafa verið púttin en hann hefur púttað hreint út sagt frábærlega ásamt því að upphafshöggin hans hafa verið hárnákvæm á hinum þrönga Sheshan velli í Shanghai. Englendingurinn litríki, Ian Poulter, er einn í öðru sæti á sjö höggum undir pari en Hiroshi Iwata og Bubba Watson deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari. Áhugavert verður að fylgjast með hvort að McDowell takist að halda þessari frábæru spilamennsku áfram en margir af bestu kylfingum heims eru skammt undan á nokkrum höggum undir pari og gætu blandað sér í toppbaráttuna með góðum hring á morgun. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst hún klukkan 03:00 í nótt.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira