Bubba Watson í gervi rappandi jólasveins - myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 23:30 Bubbaclaus. Mynd/Youtube-myndband Atvinnukylfingurinn Bubba Watson, eða Bubbaclaus eins og hann kallar sig nú í jólamánuðinum, ákvað að gleðja aðdáendur sína um þessi jól með því að gefa út smáskífu. Bubbaclaus skellir sér í hlutverk rappandi jólasveins í myndbandinu en Bubba Watson kann greinilega vel við sig með hljóðnemann fyrir framan sig. Það má aftur á móti kannski gagnrýna kappann fyrir danstaktana en allt var þetta nú gert til að hafa gaman af. Bubba Watson átti fínt ár og komst hæst í þriðja sætið á heimslistanum sem hans hæsta staða á ferlinum. Watson er núna fjórði besti kylfingur heims á eftir þeim Rory McIlroy, Henrik Stenson og Adam Scott. Stærsta afrek Bubba Watson á árinu 2014 var án vafa þegar hann vann Mastersmótið í annað skiptið á þremur árum en það eru einu risamótin sem hann hefur unnið á ferlinum. Myndbandið með jólalagi Bubbaclaus má sjá hérna fyrir neðan.Yessir "BubbaClaus" da single drops today!! http://t.co/hnrWbxVRfy #urwelcome pic.twitter.com/as8gN9oFSg— bubba watson (@bubbawatson) December 16, 2014 Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Bubba Watson, eða Bubbaclaus eins og hann kallar sig nú í jólamánuðinum, ákvað að gleðja aðdáendur sína um þessi jól með því að gefa út smáskífu. Bubbaclaus skellir sér í hlutverk rappandi jólasveins í myndbandinu en Bubba Watson kann greinilega vel við sig með hljóðnemann fyrir framan sig. Það má aftur á móti kannski gagnrýna kappann fyrir danstaktana en allt var þetta nú gert til að hafa gaman af. Bubba Watson átti fínt ár og komst hæst í þriðja sætið á heimslistanum sem hans hæsta staða á ferlinum. Watson er núna fjórði besti kylfingur heims á eftir þeim Rory McIlroy, Henrik Stenson og Adam Scott. Stærsta afrek Bubba Watson á árinu 2014 var án vafa þegar hann vann Mastersmótið í annað skiptið á þremur árum en það eru einu risamótin sem hann hefur unnið á ferlinum. Myndbandið með jólalagi Bubbaclaus má sjá hérna fyrir neðan.Yessir "BubbaClaus" da single drops today!! http://t.co/hnrWbxVRfy #urwelcome pic.twitter.com/as8gN9oFSg— bubba watson (@bubbawatson) December 16, 2014
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira