Mun pabbahlutverkið hafa einhver áhrif á Dustin Johnson? 29. desember 2014 17:30 Johnson er einn högglengsti kylfingur PGA-mótaraðarinnar. vísir/AP Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira