Adam Scott ræður til sín nýjan kylfusvein 22. desember 2014 19:00 Scott ásamt Kerr fyrr á árinu. Getty Images Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira