Stórveldið sem hvarf og óvæntasti kóngur í heimi Illugi Jökulsson skrifar 18. janúar 2014 09:00 "Þeir stóðust Býsansríkinu fyllilega snúning og sendu sigursæla riddara sína reyndar oft gegn keisurunum í Miklagarði." Í húsi sögunnar eru margar vistarverur. Við getum kallað hana kastala, mannkynssöguna, það hæfir einhvern veginn betur en flestar húsagerðir aðrar, en sá kastali hefur ekki beinlínis verið reistur eftir teikningu, heldur einn bútur í einu, bætt við nýjum sal þarna, en turn í allt öðrum stíl reistur á meðan á hinum endanum, hróflað upp bíslagi hér, viðbyggingu þar, nýrri hæð bætt ofan á, og mínaretta farin að teygja sig til lofts – og svo framvegis. Og suma salina heimsækjum við oft og þekkjum eins og lófann á okkur, þá sali þar sem Rómaveldis er minnst, eða þar sem Napóleon heldur til, og salurinn þar sem Hitler fer sínum sorglegu hamförum er náttúrlega alltaf troðfullur af gestum. En svo eru aðrir salir næstum gleymdir. Inngangurinn að þeim kannski hruninn að mestu, svo illt er að sjá þar inn, eða dyrnar hafa læst, engir gluggar svo við sjáum varla til þar. Svo er til dæmis um þann afkima sögukastalans þar sem Evrópustórveldi Avara er til húsa. Nú heyri ég flesta lesendur hvá – hvurjir voru nú aftur Avarar og hvar var þetta stórveldi þeirra? Er þetta ekki bara tómt bull og vitleysa, aldrei heyrt á það minnst, frómt frá sagt, þetta hefur varla verið merkilegt ríki, Avarar, ekki nema það þó! En þó áttu Avarar ríki í hjarta Evrópu í næstum 250 ár og það ríki var engin smásmíði. Það náði þegar best lét yfir þau svæði sem nú heita Rúmenía, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki og yfir mörg af hinum fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og jafnvel yfir Búlgaríu og langt inn í Þýskaland. Í 250 ár lifði fólk og starfaði, stríddi, fæddist og dó í þessu heilmikla veldi og samt er það svo að það hefur nær alveg gleymst. Það er eins og raftur hafi hrunið fyrir innganginn að því í kastalanum okkar, leiðsögumenn benda áhugasömum gestum sjaldnast á hann, enda lítil birta þar inni, ryk yfir öllu, svo sorglega fátt er vitað. Allir þekkja náttúrlega Húna, þjóð austan úr Mið-Asíu, sem birtist allt í einu í austanverðri Evrópu laust fyrir árið 400 og kom sér að lokum þægilega fyrir á hinni frjósömu og eftirsóttu sléttu í álfunni miðri sem Rómverjar kölluðu Pannoníu en við nefnum Ungverjaland. Þaðan herjuðu Húnar á Rómaveldi í vestri undir stjórn Atla kóngs, sem frægur varð í sögunni undir nafninu „Reiði guðs“ – slíkur refsivöndur sem hann var Evrópubúum þess tíma. En Atli dó árið 453 áður en hann gat treyst undirstöður ríkis síns og hinir dularfullu Húnar hans gufuðu upp eins og næturfallin mjöll á heitum morgni. Og Evrópumenn vörpuðu öndinni léttar, töldu sig nú lausa við innrásarhættu framandi þjóða langt úr austri og héldu áfram að drepa hver annan á sinn kunnuglega hátt. Ný þjóð kom austan að, Búlgarar, en gerði sig í bili ekki líklega til stórræða.Með þungvopnað riddaralið En árið 557, hundrað árum eftir að Húnar hurfu, þá dró til tíðinda. Jústiníanus keisari í Býsans, arftaka Rómaveldis í austri, fékk þá boð frá nýrri þjóð sem enginn hafði áður heyrt minnst á – þar voru Avarar komnir langleiðina að landamærum Býsans á Balkanskaga. Þeir höfðu þungvopnað riddaralið og buðust í fyrstu til að leggja Býsanskeisara lið við að halda Búlgörum og öðrum óþjóðalýð í skefjum, en brátt gerðust þeir metnaðarfyllri og vildu sjálfir lönd á Balkanskaga. Jústiníanus tók það ráð að gefa þeim gull svo þeir væru til friðs, þeir þáðu gullið en hirtu svo löndin líka. Norðantil á Balkanskaga gengu þeir í bandalag við germanska þjóðflokkinn Langbarða sem þá bjó á Pannoníusléttunni og saman réðust þeir að Gepídum – en það var stolt germönsk þjóð sem bjó á þessum slóðum og hafði gert út af við Húna fyrir 100 árum. Nú útrýmdu Avarar og Langbarðar Gepídum svo gjörsamlega að sú þjóð er nálega alveg gleymd. Það er beinlínis boltað aftur, kastalaherbergið þar sem Gepídar ættu að vera til sýnis. Nema hvað, svo hvöttu Avarar Langbarða til að hafa sig á brott, áður en í odda skærist millum þessara bandalagsþjóða. Langbarðar skildu fyrr en skall í tönnum og hypjuðu sig suður á Ítalíuskaga þar sem þeir hrifsuðu flest svæði brátt undan Býsansmönnum. Ríki Avara var risið og í áratugi réðu avarskir herrar flestum málum í Mið-Evrópu. Þeir stóðust Býsansríkinu fyllilega snúning og sendu sigursæla riddara sína reyndar oft gegn keisurunum í Miklagarði. Þess voru dæmi að þeir settust um borgina en gerðu þó líklega aldrei alvarlega tilraun til að taka hana. Og í vestri héldu þeir sjó og rúmlega það gegn uppgangi Franka.Sorglega lítið vitað um Avara En hverjir voru þeir, og hvaðan komu þeir? Það er nú það, svo sorglega lítið er reyndar um Avara vitað. Sjálfsagt hafa þeir, líkt og Húnar, haft gaman af að rekja sögu sína í miklum kvæðabálkum, en því miður höfðu þeir ekki rænu á að læra að skrifa og festa sagnir sínar og sögur á bækur. Öll þeirra Eddukvæði, allar þeirra Ódysseifskviður og riddarasögur og ástarsögur og Bósasögur, allt týndist þetta út í loftið um leið og þeir slepptu orðunum, og afleiðingin er sú að þótt við getum teiknað ríki Avara á kort eins og fylgir þessari grein, þá vitum við nálega ekkert hvað gerðist þar. Við vitum eiginlega það eitt að Avarar voru líklega alltaf fámenn yfirstétt í landinu og þeir bönnuðu samneyti við slavneska íbúa í ríki sínu, af því þeir óttuðust (og vissulega með réttu) að þjóðarvitund þeirra kynni að hverfa fljótt ef Slövum væri hleypt of langt upp á dekk. Þó var smátt og smátt farið að nota slavneskar tungur í ríkinu í stað tungumáls þeirra sjálfra, sem sennilega var af tyrkneskri rót. Slavar já, þar opnast reyndar alls óvæntur ranghali á Avarasalnum í sögukastalanum. Eftir að germanskir þjóðflokkar voru flestir á burt úr Mið- og Austur-Evrópu, komnir vestur á bóginn inn á slóðir hins fallna Rómaveldis og jafnvel alla leið til Afríku, þá fór nýtt fólk að láta á sér kræla á hinum fyrri skógarlendum Germana, það er að segja Slavar. Þeir bjuggu í skógunum sem alls staðar voru, komu sér upp litlum þorpum og ræktuðu jörðina í smáum stíl. Það liðu mörg hundruð ár áður en Slavar fóru að mynda sérstakar þjóðir og ríki. Það eru hin viðteknu sannindi. En svei mér þá, þau sannindi reynast þá ekki meira virði en mörg sannindi önnur. Í fáorðum heimildum grillir reyndar í fyrsta ríki slavneskra ættbálka, sem myndað var sem mótvægi við ríki Avara, nokkurn veginn þar sem Bæjaraland er núna, og Tékkland og inn í Slóvakíu. Það hefði getað breytt ansi mörgu ef slavneskt ríki hefði orðið langlíft þar um slóðir, þar sem Germanir náðu sér seinna aftur á strik, að minnsta kosti vestan til í þessu lítt þekkta slavneska ríki, og sitja þar enn í leðurstuttbuxunum sínum og sötra bjórinn."Samo, hann var greinilega karl í krapinu, átti tólf eiginkonur, 22 syni og 15 dætur, og ríkti allt til 658 þegar hann dó."Óvæntasti kóngur í heimi Svo ótrúlega vildi víst til að kaupmaður af ætt Franka var allt í einu kosinn til kóngs yfir slavneskum ættbálkum þar um slóðir. Þetta var um árið 625 og hann hét Samo, hafði víst unnið sér frægð í bardögum en mín kenning (og fleiri) er samt sú að hann hafi fyrst og fremst verið vopnasali frá Frankalandi og í krafti vopnanna fengið hina helstil frumstæðu Slava til að kjósa sig kóng og mynda sitt fyrsta slavneska ríki. Og Samo náði að hrinda sókn Avara inn á lendur síns nýja ríkis. Avarar voru óvanir mótspyrnu úr þessari átt og kunnu ekki að bregðast við. Hann var einhver óvæntasti kóngur í heimi, kaupmannsblók sem allt í einu var orðinn kóngur yfir óskyldu fólki. Ósköp sem væri gaman að vita öllu meira um Samo, hann var greinilega karl í krapinu, átti tólf eiginkonur, 22 syni og 15 dætur, og ríkti allt til 658 þegar hann dó. Enginn af öllum þessum sonum hans var þá talinn burðugur til að taka við ríkinu, og veldi Samos hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ríki Avara náði sér aftur á strik, og hélt velli fram til um 800, þegar Karlamagnús Frankakóngur sigraði Avara svo gjörsamlega í orrustu að ríki þeirra sundraðist í þúsund mola og enginn Avari hefur sést síðan. Enda voru þeir þá víst meira og minna runnir saman við slavneska þegna sína. Og hvílík synd að ekki sé hægt að varpa öllu meiri birtu á þennan gleymda sal kastalans okkar, sem geymir þrátt fyrir allt svo langa sögu. Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Í húsi sögunnar eru margar vistarverur. Við getum kallað hana kastala, mannkynssöguna, það hæfir einhvern veginn betur en flestar húsagerðir aðrar, en sá kastali hefur ekki beinlínis verið reistur eftir teikningu, heldur einn bútur í einu, bætt við nýjum sal þarna, en turn í allt öðrum stíl reistur á meðan á hinum endanum, hróflað upp bíslagi hér, viðbyggingu þar, nýrri hæð bætt ofan á, og mínaretta farin að teygja sig til lofts – og svo framvegis. Og suma salina heimsækjum við oft og þekkjum eins og lófann á okkur, þá sali þar sem Rómaveldis er minnst, eða þar sem Napóleon heldur til, og salurinn þar sem Hitler fer sínum sorglegu hamförum er náttúrlega alltaf troðfullur af gestum. En svo eru aðrir salir næstum gleymdir. Inngangurinn að þeim kannski hruninn að mestu, svo illt er að sjá þar inn, eða dyrnar hafa læst, engir gluggar svo við sjáum varla til þar. Svo er til dæmis um þann afkima sögukastalans þar sem Evrópustórveldi Avara er til húsa. Nú heyri ég flesta lesendur hvá – hvurjir voru nú aftur Avarar og hvar var þetta stórveldi þeirra? Er þetta ekki bara tómt bull og vitleysa, aldrei heyrt á það minnst, frómt frá sagt, þetta hefur varla verið merkilegt ríki, Avarar, ekki nema það þó! En þó áttu Avarar ríki í hjarta Evrópu í næstum 250 ár og það ríki var engin smásmíði. Það náði þegar best lét yfir þau svæði sem nú heita Rúmenía, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki og yfir mörg af hinum fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og jafnvel yfir Búlgaríu og langt inn í Þýskaland. Í 250 ár lifði fólk og starfaði, stríddi, fæddist og dó í þessu heilmikla veldi og samt er það svo að það hefur nær alveg gleymst. Það er eins og raftur hafi hrunið fyrir innganginn að því í kastalanum okkar, leiðsögumenn benda áhugasömum gestum sjaldnast á hann, enda lítil birta þar inni, ryk yfir öllu, svo sorglega fátt er vitað. Allir þekkja náttúrlega Húna, þjóð austan úr Mið-Asíu, sem birtist allt í einu í austanverðri Evrópu laust fyrir árið 400 og kom sér að lokum þægilega fyrir á hinni frjósömu og eftirsóttu sléttu í álfunni miðri sem Rómverjar kölluðu Pannoníu en við nefnum Ungverjaland. Þaðan herjuðu Húnar á Rómaveldi í vestri undir stjórn Atla kóngs, sem frægur varð í sögunni undir nafninu „Reiði guðs“ – slíkur refsivöndur sem hann var Evrópubúum þess tíma. En Atli dó árið 453 áður en hann gat treyst undirstöður ríkis síns og hinir dularfullu Húnar hans gufuðu upp eins og næturfallin mjöll á heitum morgni. Og Evrópumenn vörpuðu öndinni léttar, töldu sig nú lausa við innrásarhættu framandi þjóða langt úr austri og héldu áfram að drepa hver annan á sinn kunnuglega hátt. Ný þjóð kom austan að, Búlgarar, en gerði sig í bili ekki líklega til stórræða.Með þungvopnað riddaralið En árið 557, hundrað árum eftir að Húnar hurfu, þá dró til tíðinda. Jústiníanus keisari í Býsans, arftaka Rómaveldis í austri, fékk þá boð frá nýrri þjóð sem enginn hafði áður heyrt minnst á – þar voru Avarar komnir langleiðina að landamærum Býsans á Balkanskaga. Þeir höfðu þungvopnað riddaralið og buðust í fyrstu til að leggja Býsanskeisara lið við að halda Búlgörum og öðrum óþjóðalýð í skefjum, en brátt gerðust þeir metnaðarfyllri og vildu sjálfir lönd á Balkanskaga. Jústiníanus tók það ráð að gefa þeim gull svo þeir væru til friðs, þeir þáðu gullið en hirtu svo löndin líka. Norðantil á Balkanskaga gengu þeir í bandalag við germanska þjóðflokkinn Langbarða sem þá bjó á Pannoníusléttunni og saman réðust þeir að Gepídum – en það var stolt germönsk þjóð sem bjó á þessum slóðum og hafði gert út af við Húna fyrir 100 árum. Nú útrýmdu Avarar og Langbarðar Gepídum svo gjörsamlega að sú þjóð er nálega alveg gleymd. Það er beinlínis boltað aftur, kastalaherbergið þar sem Gepídar ættu að vera til sýnis. Nema hvað, svo hvöttu Avarar Langbarða til að hafa sig á brott, áður en í odda skærist millum þessara bandalagsþjóða. Langbarðar skildu fyrr en skall í tönnum og hypjuðu sig suður á Ítalíuskaga þar sem þeir hrifsuðu flest svæði brátt undan Býsansmönnum. Ríki Avara var risið og í áratugi réðu avarskir herrar flestum málum í Mið-Evrópu. Þeir stóðust Býsansríkinu fyllilega snúning og sendu sigursæla riddara sína reyndar oft gegn keisurunum í Miklagarði. Þess voru dæmi að þeir settust um borgina en gerðu þó líklega aldrei alvarlega tilraun til að taka hana. Og í vestri héldu þeir sjó og rúmlega það gegn uppgangi Franka.Sorglega lítið vitað um Avara En hverjir voru þeir, og hvaðan komu þeir? Það er nú það, svo sorglega lítið er reyndar um Avara vitað. Sjálfsagt hafa þeir, líkt og Húnar, haft gaman af að rekja sögu sína í miklum kvæðabálkum, en því miður höfðu þeir ekki rænu á að læra að skrifa og festa sagnir sínar og sögur á bækur. Öll þeirra Eddukvæði, allar þeirra Ódysseifskviður og riddarasögur og ástarsögur og Bósasögur, allt týndist þetta út í loftið um leið og þeir slepptu orðunum, og afleiðingin er sú að þótt við getum teiknað ríki Avara á kort eins og fylgir þessari grein, þá vitum við nálega ekkert hvað gerðist þar. Við vitum eiginlega það eitt að Avarar voru líklega alltaf fámenn yfirstétt í landinu og þeir bönnuðu samneyti við slavneska íbúa í ríki sínu, af því þeir óttuðust (og vissulega með réttu) að þjóðarvitund þeirra kynni að hverfa fljótt ef Slövum væri hleypt of langt upp á dekk. Þó var smátt og smátt farið að nota slavneskar tungur í ríkinu í stað tungumáls þeirra sjálfra, sem sennilega var af tyrkneskri rót. Slavar já, þar opnast reyndar alls óvæntur ranghali á Avarasalnum í sögukastalanum. Eftir að germanskir þjóðflokkar voru flestir á burt úr Mið- og Austur-Evrópu, komnir vestur á bóginn inn á slóðir hins fallna Rómaveldis og jafnvel alla leið til Afríku, þá fór nýtt fólk að láta á sér kræla á hinum fyrri skógarlendum Germana, það er að segja Slavar. Þeir bjuggu í skógunum sem alls staðar voru, komu sér upp litlum þorpum og ræktuðu jörðina í smáum stíl. Það liðu mörg hundruð ár áður en Slavar fóru að mynda sérstakar þjóðir og ríki. Það eru hin viðteknu sannindi. En svei mér þá, þau sannindi reynast þá ekki meira virði en mörg sannindi önnur. Í fáorðum heimildum grillir reyndar í fyrsta ríki slavneskra ættbálka, sem myndað var sem mótvægi við ríki Avara, nokkurn veginn þar sem Bæjaraland er núna, og Tékkland og inn í Slóvakíu. Það hefði getað breytt ansi mörgu ef slavneskt ríki hefði orðið langlíft þar um slóðir, þar sem Germanir náðu sér seinna aftur á strik, að minnsta kosti vestan til í þessu lítt þekkta slavneska ríki, og sitja þar enn í leðurstuttbuxunum sínum og sötra bjórinn."Samo, hann var greinilega karl í krapinu, átti tólf eiginkonur, 22 syni og 15 dætur, og ríkti allt til 658 þegar hann dó."Óvæntasti kóngur í heimi Svo ótrúlega vildi víst til að kaupmaður af ætt Franka var allt í einu kosinn til kóngs yfir slavneskum ættbálkum þar um slóðir. Þetta var um árið 625 og hann hét Samo, hafði víst unnið sér frægð í bardögum en mín kenning (og fleiri) er samt sú að hann hafi fyrst og fremst verið vopnasali frá Frankalandi og í krafti vopnanna fengið hina helstil frumstæðu Slava til að kjósa sig kóng og mynda sitt fyrsta slavneska ríki. Og Samo náði að hrinda sókn Avara inn á lendur síns nýja ríkis. Avarar voru óvanir mótspyrnu úr þessari átt og kunnu ekki að bregðast við. Hann var einhver óvæntasti kóngur í heimi, kaupmannsblók sem allt í einu var orðinn kóngur yfir óskyldu fólki. Ósköp sem væri gaman að vita öllu meira um Samo, hann var greinilega karl í krapinu, átti tólf eiginkonur, 22 syni og 15 dætur, og ríkti allt til 658 þegar hann dó. Enginn af öllum þessum sonum hans var þá talinn burðugur til að taka við ríkinu, og veldi Samos hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ríki Avara náði sér aftur á strik, og hélt velli fram til um 800, þegar Karlamagnús Frankakóngur sigraði Avara svo gjörsamlega í orrustu að ríki þeirra sundraðist í þúsund mola og enginn Avari hefur sést síðan. Enda voru þeir þá víst meira og minna runnir saman við slavneska þegna sína. Og hvílík synd að ekki sé hægt að varpa öllu meiri birtu á þennan gleymda sal kastalans okkar, sem geymir þrátt fyrir allt svo langa sögu.
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira