Heilinn í Himmler heitir Heydrich Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 15:00 "Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans,“ segir Sigurður Pálsson skáld um þýðingarvinnuna. Fréttablaðið/GVA Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“ Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“
Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira