Ver fornan fræðimann 18. mars 2014 10:30 „Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ segir Gunnar um Sigurð Vigfússon. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst Sigurður birtast í skrifum sínum og verkum eins og hver annar menntamaður og tel hann hafa verið marktækan fornleifafræðing,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur um Sigurð Vigfússon, sem var forstöðumaður Forngripasafnsins frá því um 1880 til 1892. Gunnar heldur hádegiserindi um hann í Þjóðminjasafninu í dag. Sigurður var af fátæku fólki kominn, var ólæs 14 ára gamall, samkvæmt vitnisburði sóknarprests, og naut ekki skólagöngu í uppvextinum. Síðar nam hann gullsmíði, meðal annars í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í Reykjavík þangað til hann tók við safninu. „Sigurður hefur orðið fyrir gagnrýni og skopi fræðimanna fyrir trúgirni á Íslendingasögur. Hann hafi sífellt verið að leita staðfestingar á atburðum sem segir frá í sögunum. En hann gerði miklu meira. Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ lýsir Gunnar og segir skýrslur hans merkilegan vitnisburð um hversu fólk var vel að sér um fornleifar á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að presturinn teldi Sigurð ólæsan 14 ára segir Gunnar hann hafa orðið furðu fróðan og meðal annars vitna í dönsk rit. „Svo hefur hann orðið ágætlega skrifandi og efni eftir hann var oft stór hluti af árbók Fornleifafélagsins,“ segir sagnfræðingurinn. Sigurður Vigfússon var sá þriðji til að annast Forngripasafnið sem nú heitir Þjóðminjasafn. Fyrstur var Sigurður Guðmundsson málari og annar í röðinni var Jón Árnason þjóðsagnasafnari. „Sigurður Vigfússon var aðstoðarmaður Jóns og tók svo við,“ segir Gunnar. „Hann kemur inn í þetta þegar Sigurður Guðmundsson málari er að hanna íslenska kvenþjóðbúninginn. Þá hefur verið leitað til Sigurðar Vigfússonar með smíði silfurverksins. Þannig komust þeir Sigurðarnir í samband.“ Fyrirlestur Gunnars í Þjóðminjasafninu í dag er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Mér finnst Sigurður birtast í skrifum sínum og verkum eins og hver annar menntamaður og tel hann hafa verið marktækan fornleifafræðing,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur um Sigurð Vigfússon, sem var forstöðumaður Forngripasafnsins frá því um 1880 til 1892. Gunnar heldur hádegiserindi um hann í Þjóðminjasafninu í dag. Sigurður var af fátæku fólki kominn, var ólæs 14 ára gamall, samkvæmt vitnisburði sóknarprests, og naut ekki skólagöngu í uppvextinum. Síðar nam hann gullsmíði, meðal annars í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í Reykjavík þangað til hann tók við safninu. „Sigurður hefur orðið fyrir gagnrýni og skopi fræðimanna fyrir trúgirni á Íslendingasögur. Hann hafi sífellt verið að leita staðfestingar á atburðum sem segir frá í sögunum. En hann gerði miklu meira. Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ lýsir Gunnar og segir skýrslur hans merkilegan vitnisburð um hversu fólk var vel að sér um fornleifar á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að presturinn teldi Sigurð ólæsan 14 ára segir Gunnar hann hafa orðið furðu fróðan og meðal annars vitna í dönsk rit. „Svo hefur hann orðið ágætlega skrifandi og efni eftir hann var oft stór hluti af árbók Fornleifafélagsins,“ segir sagnfræðingurinn. Sigurður Vigfússon var sá þriðji til að annast Forngripasafnið sem nú heitir Þjóðminjasafn. Fyrstur var Sigurður Guðmundsson málari og annar í röðinni var Jón Árnason þjóðsagnasafnari. „Sigurður Vigfússon var aðstoðarmaður Jóns og tók svo við,“ segir Gunnar. „Hann kemur inn í þetta þegar Sigurður Guðmundsson málari er að hanna íslenska kvenþjóðbúninginn. Þá hefur verið leitað til Sigurðar Vigfússonar með smíði silfurverksins. Þannig komust þeir Sigurðarnir í samband.“ Fyrirlestur Gunnars í Þjóðminjasafninu í dag er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira