Vaxinn upp úr frægðarfíkninni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. apríl 2014 09:30 Hilmir Snær guðnason leikur nú sitt síðasta hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Stefán Morgunn frumsýningardags er ekki óskatími fyrir leikara að mæta í viðtal en Hilmir Snær Guðnason er samt ljúfmennskan sjálf þegar hann mætir á Gráa köttinn nývaknaður og hræddur um að hann sé að veikjast, sem verður að teljast afar óheppileg tímasetning. Er það kannski frumsýningarskrekkurinn sem er að kikka inn? Finnur hann enn fyrir honum? „Maður vex aldrei alveg upp úr honum, en hann verður minni og minni með tímanum. Maður er þó alltaf með dálítinn fiðring fyrir sýningar, ekkert bara frumsýningar, það er eitthvað sem breytist aldrei, held ég.“ Hilmir Snær leikur John Proctor, eitt af aðalhlutverkunum í Eldrauninni sem hann segir vera gott hlutverk í velskrifuðu verki sem eigi alltaf erindi. „Þetta er eitt af þessum „well made plays“ og alveg æðislega vel upp byggt. Við styttum það reyndar mjög mikið og færum nær okkur í tíma enda eru nornaveiðar ekki tímabundnar og skjóta alltaf upp kollinum aftur og aftur. Manneskjan er nú bara ekki þroskaðri en það, því miður.“Hlakkar til að vinna með „hinum“ Proctor verður síðasta hlutverk Hilmis Snæs í Þjóðleikhúsinu, allavega í bili eins og hann orðar það, því hann hefur skrifað undir samning við Borgarleikhúsið og hefur störf þar í ágúst. Hvað olli því að hann ákvað að skipta um vinnustað? „Samningar eru gerðir í eitt ár í senn og það veldur því að það verður ekki til einhver ævarandi hollusta við ákveðna stofnun. Það eru spennandi verkefni fyrir mig í Borgarleikhúsinu, bæði í leik og leikstjórn, og eftir að hafa skoðað málið og rætt við Tinnu Þjóðleikhússtjóra um hvað væri í boði fyrir mig þar á næsta leikári ákvað ég að færa mig yfir. Allt í besta bróðerni. Það er alltaf gott að breyta til og ég hlakka mikið til að fara að vinna með „hinum“ hópnum.“ Hilmir Snær útskrifaðist sem leikari árið 1994 og hefur síðan verið í hverju stórhlutverkinu á fætur öðru, bæði í leikhúsi og bíómyndum, hefur hann aldrei orðið þreyttur á að leika og langað til að fara að gera eitthvað allt annað? „Jú, jú, mér hefur oft dottið það í hug. Og á tímabili fór ég í frí frá leiklistinni, fór að smíða glugga og svo aðeins á sjóinn. Var alveg frá í átta mánuði og það var alveg nóg til þess að kveikja neistann aftur. En ég tek mér aftur pásu ef hann hverfur. Meðan neistinn lifir í manni er bara svo gaman að þessu að maður vill ólmur leggja sitt af mörkum.“Ágætt að hvíla fólk Á þessum tuttugu árum eru hlutverkin orðin ansi mörg og Hilmir Snær viðurkennir að hann hafi ekki tölu á hlutverkunum sem hann hefur leikið. Hvernig hefur hann sloppið við að festast í einhverri ákveðinni tegund hlutverka? „Ég hef sem betur fer ekki lent í því, þetta eru allt töluvert ólík hlutverk, en ég hef samt heldur ekki fengið að leika einhverja mjög óvanalega karaktera. Sum hlutverkin eru kannski líkari en önnur en svona heilt yfir hefur þetta verið mjög fjölbreytt.“ Á tímabili var varla gerð bíómynd á Íslandi án þess að Hilmir Snær léki í henni, en hann segir mikið hafa dregið úr því í seinni tíð. „Ég er reyndar í Borgríki II sem verður frumsýnd í október en annars hef ég voða lítið verið í bíómyndum síðustu árin. Það er líka bara ágætt að hvíla fólk á manni. Ég varð stundum var við það í gamla daga að fólki fannst ég vera í of mörgum bíómyndum en eftir þetta hlé fer kannski að koma tími á það aftur.“ Í stað bíómyndaleiksins hefur Hilmir snær snúið sér æ meira að leikstjórn, leikstýrði nú síðast Pollock? og Spamalot í Þjóðleikhúsinu. Var það alltaf draumur að leikstýra jafnframt því að leika? „Nei, alls ekki, það æxlaðist bara þannig. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá hugsaði ég ekki um sjálfan mig sem leikstjóra í fyrstu sýningunum sem ég stýrði, ég hugsaði alltaf um mig sem leikara. Ég var búinn að setja upp fimm til sex sýningar þegar ég fór að líta á mig sem leikstjóra. Núna lít ég eiginlega á mig sem jafn mikinn leikstjóra og leikara og langar alltaf að gera hvort tveggja. Það er líka mjög lærdómsríkt fyrir mig sem leikara að vera í leikstjórastólnum hinum megin við borðið. Maður sér galla sína sem leikara endurspeglast í öðrum og lærir betur á sjálfan sig.“ Spurður hvort hann langi ekki að leika aðalhlutverkið í leiksýningu sem hann leikstýrir sjálfur skellir Hilmir Snær upp úr. „Nei, ekki ennþá. Ég held að það sé mjög erfitt að gera það almennilega og ég held líka að menn sem gera það séu algjörlega óþolandi. Að leikstýra heilli leiksýningu út frá sjálfum sér og raða öðrum leikurum sem statistum í kringum sig held ég að kunni ekki góðri lukku að stýra. Reyndar fann ég um daginn í gömlum pappírum leikrit sem ég hafði samið fyrir skólasýningu í tólf ára bekk og þar var kyrfilega tilgreint að höfundur, leikstjóri og leikari væri Hilmir Snær Guðnason, þannig að það má kannski segja að ég hafi tekið þann pakka út fyrst.“Hættur að nærast á athyglinni Eins og þessi saga ber með sér var Hilmir Snær ákveðinn í því að verða leikari frá unga aldri og segir annað eiginlega aldrei hafa komið til greina. Spurður hvort hluti af því vali hafi helgast af fíkn í athygli, hummar hann dálítið en viðurkennir svo að jú, jú, auðvitað hafi það átt einhvern þátt í starfsvalinu. Hann sé þó löngu vaxinn upp úr því að nærast á athygli. „Það er varla hægt að tala um að fólk sé stjörnur á Íslandi, fólk þekkir okkur kannski betur en aðra og einstaka sinnum hef ég verið beðinn um eiginhandaráritun en það er ekkert sem hefur truflað mig. Á árum áður gekkst maður kannski upp í því að vera þekktur en núna er ég alveg rólegur yfir því þótt ekki sé verið að hylla mig endalaust og er ekkert mikið að sækjast eftir því. Það er smá frægðarfíkn í manni þegar maður er ungur en það er ég ekki lengur og stjórnast ekki af löngun í athygli. Nú eru það miklu frekar verkefnin, hversu krefjandi þau eru og hverjir eru að vinna með þér sem skiptir mann máli.“ Einn fylgifiskur frægðarinnar eru kjaftasögur og Hilmir Snær hefur ekki farið varhluta af þeim á þessum tuttugu árum sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hefur það ekkert truflað hann? „Nei, nei, ekki mikið. Þær eru nú sumar verðskuldaðar þótt aðrar séu auðvitað úr lausu lofti gripnar. Og ég geri mér líka grein fyrir því að þegar maður er orðinn nokkurs konar „þjóðareign“ þá verður bara að reikna með því að það sé kjaftað um mann. Ef maður ætlar ekki að lifa í einhverjum felum þá er ekkert annað að gera en að taka því bara. Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með og helst að láta þroska sig. Svona þykist ég nú vera orðinn fullorðinn og þroskaður.“ Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Morgunn frumsýningardags er ekki óskatími fyrir leikara að mæta í viðtal en Hilmir Snær Guðnason er samt ljúfmennskan sjálf þegar hann mætir á Gráa köttinn nývaknaður og hræddur um að hann sé að veikjast, sem verður að teljast afar óheppileg tímasetning. Er það kannski frumsýningarskrekkurinn sem er að kikka inn? Finnur hann enn fyrir honum? „Maður vex aldrei alveg upp úr honum, en hann verður minni og minni með tímanum. Maður er þó alltaf með dálítinn fiðring fyrir sýningar, ekkert bara frumsýningar, það er eitthvað sem breytist aldrei, held ég.“ Hilmir Snær leikur John Proctor, eitt af aðalhlutverkunum í Eldrauninni sem hann segir vera gott hlutverk í velskrifuðu verki sem eigi alltaf erindi. „Þetta er eitt af þessum „well made plays“ og alveg æðislega vel upp byggt. Við styttum það reyndar mjög mikið og færum nær okkur í tíma enda eru nornaveiðar ekki tímabundnar og skjóta alltaf upp kollinum aftur og aftur. Manneskjan er nú bara ekki þroskaðri en það, því miður.“Hlakkar til að vinna með „hinum“ Proctor verður síðasta hlutverk Hilmis Snæs í Þjóðleikhúsinu, allavega í bili eins og hann orðar það, því hann hefur skrifað undir samning við Borgarleikhúsið og hefur störf þar í ágúst. Hvað olli því að hann ákvað að skipta um vinnustað? „Samningar eru gerðir í eitt ár í senn og það veldur því að það verður ekki til einhver ævarandi hollusta við ákveðna stofnun. Það eru spennandi verkefni fyrir mig í Borgarleikhúsinu, bæði í leik og leikstjórn, og eftir að hafa skoðað málið og rætt við Tinnu Þjóðleikhússtjóra um hvað væri í boði fyrir mig þar á næsta leikári ákvað ég að færa mig yfir. Allt í besta bróðerni. Það er alltaf gott að breyta til og ég hlakka mikið til að fara að vinna með „hinum“ hópnum.“ Hilmir Snær útskrifaðist sem leikari árið 1994 og hefur síðan verið í hverju stórhlutverkinu á fætur öðru, bæði í leikhúsi og bíómyndum, hefur hann aldrei orðið þreyttur á að leika og langað til að fara að gera eitthvað allt annað? „Jú, jú, mér hefur oft dottið það í hug. Og á tímabili fór ég í frí frá leiklistinni, fór að smíða glugga og svo aðeins á sjóinn. Var alveg frá í átta mánuði og það var alveg nóg til þess að kveikja neistann aftur. En ég tek mér aftur pásu ef hann hverfur. Meðan neistinn lifir í manni er bara svo gaman að þessu að maður vill ólmur leggja sitt af mörkum.“Ágætt að hvíla fólk Á þessum tuttugu árum eru hlutverkin orðin ansi mörg og Hilmir Snær viðurkennir að hann hafi ekki tölu á hlutverkunum sem hann hefur leikið. Hvernig hefur hann sloppið við að festast í einhverri ákveðinni tegund hlutverka? „Ég hef sem betur fer ekki lent í því, þetta eru allt töluvert ólík hlutverk, en ég hef samt heldur ekki fengið að leika einhverja mjög óvanalega karaktera. Sum hlutverkin eru kannski líkari en önnur en svona heilt yfir hefur þetta verið mjög fjölbreytt.“ Á tímabili var varla gerð bíómynd á Íslandi án þess að Hilmir Snær léki í henni, en hann segir mikið hafa dregið úr því í seinni tíð. „Ég er reyndar í Borgríki II sem verður frumsýnd í október en annars hef ég voða lítið verið í bíómyndum síðustu árin. Það er líka bara ágætt að hvíla fólk á manni. Ég varð stundum var við það í gamla daga að fólki fannst ég vera í of mörgum bíómyndum en eftir þetta hlé fer kannski að koma tími á það aftur.“ Í stað bíómyndaleiksins hefur Hilmir snær snúið sér æ meira að leikstjórn, leikstýrði nú síðast Pollock? og Spamalot í Þjóðleikhúsinu. Var það alltaf draumur að leikstýra jafnframt því að leika? „Nei, alls ekki, það æxlaðist bara þannig. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá hugsaði ég ekki um sjálfan mig sem leikstjóra í fyrstu sýningunum sem ég stýrði, ég hugsaði alltaf um mig sem leikara. Ég var búinn að setja upp fimm til sex sýningar þegar ég fór að líta á mig sem leikstjóra. Núna lít ég eiginlega á mig sem jafn mikinn leikstjóra og leikara og langar alltaf að gera hvort tveggja. Það er líka mjög lærdómsríkt fyrir mig sem leikara að vera í leikstjórastólnum hinum megin við borðið. Maður sér galla sína sem leikara endurspeglast í öðrum og lærir betur á sjálfan sig.“ Spurður hvort hann langi ekki að leika aðalhlutverkið í leiksýningu sem hann leikstýrir sjálfur skellir Hilmir Snær upp úr. „Nei, ekki ennþá. Ég held að það sé mjög erfitt að gera það almennilega og ég held líka að menn sem gera það séu algjörlega óþolandi. Að leikstýra heilli leiksýningu út frá sjálfum sér og raða öðrum leikurum sem statistum í kringum sig held ég að kunni ekki góðri lukku að stýra. Reyndar fann ég um daginn í gömlum pappírum leikrit sem ég hafði samið fyrir skólasýningu í tólf ára bekk og þar var kyrfilega tilgreint að höfundur, leikstjóri og leikari væri Hilmir Snær Guðnason, þannig að það má kannski segja að ég hafi tekið þann pakka út fyrst.“Hættur að nærast á athyglinni Eins og þessi saga ber með sér var Hilmir Snær ákveðinn í því að verða leikari frá unga aldri og segir annað eiginlega aldrei hafa komið til greina. Spurður hvort hluti af því vali hafi helgast af fíkn í athygli, hummar hann dálítið en viðurkennir svo að jú, jú, auðvitað hafi það átt einhvern þátt í starfsvalinu. Hann sé þó löngu vaxinn upp úr því að nærast á athygli. „Það er varla hægt að tala um að fólk sé stjörnur á Íslandi, fólk þekkir okkur kannski betur en aðra og einstaka sinnum hef ég verið beðinn um eiginhandaráritun en það er ekkert sem hefur truflað mig. Á árum áður gekkst maður kannski upp í því að vera þekktur en núna er ég alveg rólegur yfir því þótt ekki sé verið að hylla mig endalaust og er ekkert mikið að sækjast eftir því. Það er smá frægðarfíkn í manni þegar maður er ungur en það er ég ekki lengur og stjórnast ekki af löngun í athygli. Nú eru það miklu frekar verkefnin, hversu krefjandi þau eru og hverjir eru að vinna með þér sem skiptir mann máli.“ Einn fylgifiskur frægðarinnar eru kjaftasögur og Hilmir Snær hefur ekki farið varhluta af þeim á þessum tuttugu árum sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hefur það ekkert truflað hann? „Nei, nei, ekki mikið. Þær eru nú sumar verðskuldaðar þótt aðrar séu auðvitað úr lausu lofti gripnar. Og ég geri mér líka grein fyrir því að þegar maður er orðinn nokkurs konar „þjóðareign“ þá verður bara að reikna með því að það sé kjaftað um mann. Ef maður ætlar ekki að lifa í einhverjum felum þá er ekkert annað að gera en að taka því bara. Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með og helst að láta þroska sig. Svona þykist ég nú vera orðinn fullorðinn og þroskaður.“
Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira