Alfreð getur tekið enn eitt metið af Pétri Péturssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2014 06:30 Alfreð Finnbogason spilar í spænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason samdi í gær við spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad og verður þar með fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild á Spáni. Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming til ársins 2018. Real Sociedad greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur. Alfreð getur þar með haldið áfram að „hreinsa“ upp met gamla þjálfara síns, Péturs Péturssonar. Alfreð sló nokkur met Péturs á tveimur frábærum árum sínum með Heerenveen í hollensku deildinni. Þar á meðal bætti hann í tvígang markamet Íslendings á einu tímabili í evrópskri A-deild. Pétur Pétursson var fyrsti Íslendingurinn til að spila í A-deildinni á Spáni fyrir 29 árum og skoraði þá 5 mörk í 27 leikjum með Hércules frá Alicante. Það markamet hefur staðið síðan en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði það með því að skora 5 mörk á fyrsta tímabili sínu með Barcelona-liðinu veturinn 2006 til 2007. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Alfreð hefur tekið af Pétri undanfarin tvö ár og hvaða met eru hugsanlega í augsýn þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila knattspyrnu með Baskafélagi.Alfreð Finnbogason og markametin:Flest mörk Íslendings á einu ári Var: 32 mörk - Pétur Pétursson 1979 Nýtt met: 34 mörk - Alfreð Finnbogason 2012Flest mörk Íslendings á tímabili í Evrópu Var: 23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-80 Nýtt met: 24 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 Nýtt met: 29 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2013-14Flest mörk Íslendings í hollensku úrvalsdeildinni Var: 49 mörk - Pétur Pétursson, Feyenoord Nýtt met: 53 mörk - Alfreð Finnbogason, HeerenveenFlest mörk á tímabili í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 5 mörk - Pétur Pétursson, Hércules 1985-86 Jafnað: 5 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-07Flest mörk Íslendings í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 10 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð í læknisskoðun í dag Fimm ára samningur sagður liggja á borðinu. 2. júlí 2014 09:34 Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15 Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Alfreð Finnbogason samdi í gær við spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad og verður þar með fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild á Spáni. Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming til ársins 2018. Real Sociedad greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur. Alfreð getur þar með haldið áfram að „hreinsa“ upp met gamla þjálfara síns, Péturs Péturssonar. Alfreð sló nokkur met Péturs á tveimur frábærum árum sínum með Heerenveen í hollensku deildinni. Þar á meðal bætti hann í tvígang markamet Íslendings á einu tímabili í evrópskri A-deild. Pétur Pétursson var fyrsti Íslendingurinn til að spila í A-deildinni á Spáni fyrir 29 árum og skoraði þá 5 mörk í 27 leikjum með Hércules frá Alicante. Það markamet hefur staðið síðan en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði það með því að skora 5 mörk á fyrsta tímabili sínu með Barcelona-liðinu veturinn 2006 til 2007. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Alfreð hefur tekið af Pétri undanfarin tvö ár og hvaða met eru hugsanlega í augsýn þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila knattspyrnu með Baskafélagi.Alfreð Finnbogason og markametin:Flest mörk Íslendings á einu ári Var: 32 mörk - Pétur Pétursson 1979 Nýtt met: 34 mörk - Alfreð Finnbogason 2012Flest mörk Íslendings á tímabili í Evrópu Var: 23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-80 Nýtt met: 24 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 Nýtt met: 29 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2013-14Flest mörk Íslendings í hollensku úrvalsdeildinni Var: 49 mörk - Pétur Pétursson, Feyenoord Nýtt met: 53 mörk - Alfreð Finnbogason, HeerenveenFlest mörk á tímabili í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 5 mörk - Pétur Pétursson, Hércules 1985-86 Jafnað: 5 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-07Flest mörk Íslendings í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 10 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð í læknisskoðun í dag Fimm ára samningur sagður liggja á borðinu. 2. júlí 2014 09:34 Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15 Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15
Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34