Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2015 10:57 Börnin komin bókstaflega á hálan ís við Jökulsárlón í gær. Mynd/Owen Hunt „Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
„Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30