J.B. Holmes í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship 5. mars 2015 23:45 J.B. Holmes var í banastuði á fyrsta hring. Getty Hinn högglangi J.B. Holmes var í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship sem hófst í dag en hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann fékk ekki einn einasta skolla á Doral vellinum sem verður að teljast mikið afrek miðað við hversu erfiður hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims. Heilum fjórum höggum á eftir Holmes kemur Ryan Moore á sex höggum undir pari en Alexander Levy, Rickie Fowler og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, hóf leik af krafti og var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar en eftir því sem leið á hringinn gerði hann nokkur mistök. Hann endaði á einu höggi undir pari og er í fínum málum í 14. sæti ásamt sterkum kylfingum á borð við Martin Kaymer, Jim Furyk og Bubba Watson. Besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, var í töluverðum vandræðum á fyrsta hring og var um tíma á fjórum höggum yfir pari en hann bætti stöðu sína undir lokinn og kláraði á 73 höggum eða einu yfir pari. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn högglangi J.B. Holmes var í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship sem hófst í dag en hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann fékk ekki einn einasta skolla á Doral vellinum sem verður að teljast mikið afrek miðað við hversu erfiður hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims. Heilum fjórum höggum á eftir Holmes kemur Ryan Moore á sex höggum undir pari en Alexander Levy, Rickie Fowler og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, hóf leik af krafti og var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar en eftir því sem leið á hringinn gerði hann nokkur mistök. Hann endaði á einu höggi undir pari og er í fínum málum í 14. sæti ásamt sterkum kylfingum á borð við Martin Kaymer, Jim Furyk og Bubba Watson. Besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, var í töluverðum vandræðum á fyrsta hring og var um tíma á fjórum höggum yfir pari en hann bætti stöðu sína undir lokinn og kláraði á 73 höggum eða einu yfir pari.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira