Segir ekkert að frétta í húsnæðismálum nema „einhverjar nefndir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 12:01 Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira