Leikhúsið heldur sjó: Flestir fóru á Mary Poppins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2015 09:54 Hópurinn í Borgarleikhúsinu sem stóð að sýningum á Mary Poppins. Mynd/Borgarleikhúsið Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var 375 þúsund á síðasta leikári. Það jafngildir því að hver landsmaður hafi farið einu sinni í leikhús á leikárinu. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Sýningargestum fækkaði um 22 þúsund frá fyrra leikári. Heildarfjöldi gesta leikhúsa, leikhópa og félaga á leikárunum 2000/2001– 2013/2014 er sýndur á myndinni hér til hliðar. Inni í tölum um aðsókn eru gestir á sýningar leikhúsa, leikhópa og leikfélaga og á innlendar og erlendar gestasýningar.Gestir á leiksýningum leikárin 2000-2013.Sérfræðingar Hagstofunnar telja að sveiflur í aðsókn milli einstakra ára ráðist vafalaust að talsverðu leyti af verkefnavali frá ári til árs. Sé miðað við aðsókn að leiksýningum að jafnaði síðastliðin fimm leikár í samanburði við næstu fimm leikár á undan megi ljóst vera að leikhúsið haldi velli þrátt fyrir fjölbreyttara og stóraukið úrval afþreyingar sem fólki stendur til boða. Aðsókn að leiksýningum síðast liðin fimm leikár og næstu fimm leikár á undan var nánast sú sama, eða 395 þúsund gestir að jafnaði á leikárunum 2009/2010-2013/2014 á móti 397 þúsund gestum leikárin 2004/2005-2008/2009. Aðsókn að leiksýningum er í raun nokkru hærri en hér kemur fram þar sem upplýsingar um aðsókn að sýningum Leikfélags Akureyrar vantar fyrir síðustu fjögur leikár. Aðsókn að sýningum áhugaleikfélaga á síðasta leikári er áætluð.Leikhúsgestum fækkaði lítillega á milli ára.Leikhús Á síðasta leikári voru starfrækt fimm atvinnuleikhús með aðstöðu í fjórum leikhúsum. Á vegum þeirra voru 11 leiksvið sem rúmuðu 3.706 gesti í sæti. Leikhúsin settu á svið 65 uppfærslur á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Af tegund einstakra verka sem voru færð á fjalirnar voru leikrit flest, eða 38 talsins. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 32, en eftir erlenda 21. Uppfærslur sem samanstóðu af verkum eftir innlenda og erlenda höfunda voru 12 talsins. Samanlagður fjöldi sýninga í leikhúsum á síðasta leikári var 1.047, eða litlu færri en á fyrra leikári. Sýningargestir í leikhúsum voru 271.046, eða ríflega 23 þúsund færri en á fyrra leikári.Gestir á sýningum atvinnuleikhópa.Aðsóknarhæsta uppfærsla síðasta leikárs á vegum leikhúsa var söngleikurinn Mary Poppins með ríflega 40 þúsund gesti á vegum Leikfélags Reykjavíkur/Borgarleikhússins.Atvinnuleikhópar Atvinnuleikhópar sem settu upp eina eða fleiri leiksýningu á síðasta leikári voru 56 talsins. Atvinnuleikhópum hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum, eða um 23 þegar þeir voru flestir leikárið 2010/2011 eða 79 talsins. Á síðasta leikári settu hóparnir á svið 76 uppfærslu innanlands. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda voru uppistaðan í uppfærslum atvinnuleikhópa. Atvinnuleikhópar sýndu 629 sinnum innanlands á leikárinu. Heildaraðsókn að sýningum atvinnuleikhópa á síðasta leikári var 73.732 gestir. Sýningargestum atvinnuleikhópa fækkaði um ríflega fjórðung frá næsta leikári á undan.Gestir á sýningum áhugaleikfélaga.Aðsóknarhæsta uppfærsla síðasta leikárs á vegum atvinnuleikhópa var Sirkus Íslands á vegum samnefnds leikhóps, með laust yfir 20 þúsund gesti.Áhugaleikfélög Á þar síðasta leikári færðu 37 áhugaleikfélög á svið 108 leiksýningar víðs vegar um landið, en upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaga á síðasta leikári liggja ekki fyrir. Átta af hverjum tíu uppfærslum voru leikverk eftir innlenda höfunda. Félögin sýndu 523 sinnum fyrir 35 þúsund gesti. Fjöldi gesta að sýningum áhugaleikfélaga stóð í stað milli leikára (sjá mynd 4).Um tölurnar Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um leiksýningar tekur til leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki frá viðkomandi leikhúsum og samtökum atvinnuleikhúsa og áhugaleikfélaga, Sjálfstæðu leikhúsunum og Bandalagi íslenskra leikfélaga. Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var 375 þúsund á síðasta leikári. Það jafngildir því að hver landsmaður hafi farið einu sinni í leikhús á leikárinu. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Sýningargestum fækkaði um 22 þúsund frá fyrra leikári. Heildarfjöldi gesta leikhúsa, leikhópa og félaga á leikárunum 2000/2001– 2013/2014 er sýndur á myndinni hér til hliðar. Inni í tölum um aðsókn eru gestir á sýningar leikhúsa, leikhópa og leikfélaga og á innlendar og erlendar gestasýningar.Gestir á leiksýningum leikárin 2000-2013.Sérfræðingar Hagstofunnar telja að sveiflur í aðsókn milli einstakra ára ráðist vafalaust að talsverðu leyti af verkefnavali frá ári til árs. Sé miðað við aðsókn að leiksýningum að jafnaði síðastliðin fimm leikár í samanburði við næstu fimm leikár á undan megi ljóst vera að leikhúsið haldi velli þrátt fyrir fjölbreyttara og stóraukið úrval afþreyingar sem fólki stendur til boða. Aðsókn að leiksýningum síðast liðin fimm leikár og næstu fimm leikár á undan var nánast sú sama, eða 395 þúsund gestir að jafnaði á leikárunum 2009/2010-2013/2014 á móti 397 þúsund gestum leikárin 2004/2005-2008/2009. Aðsókn að leiksýningum er í raun nokkru hærri en hér kemur fram þar sem upplýsingar um aðsókn að sýningum Leikfélags Akureyrar vantar fyrir síðustu fjögur leikár. Aðsókn að sýningum áhugaleikfélaga á síðasta leikári er áætluð.Leikhúsgestum fækkaði lítillega á milli ára.Leikhús Á síðasta leikári voru starfrækt fimm atvinnuleikhús með aðstöðu í fjórum leikhúsum. Á vegum þeirra voru 11 leiksvið sem rúmuðu 3.706 gesti í sæti. Leikhúsin settu á svið 65 uppfærslur á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Af tegund einstakra verka sem voru færð á fjalirnar voru leikrit flest, eða 38 talsins. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 32, en eftir erlenda 21. Uppfærslur sem samanstóðu af verkum eftir innlenda og erlenda höfunda voru 12 talsins. Samanlagður fjöldi sýninga í leikhúsum á síðasta leikári var 1.047, eða litlu færri en á fyrra leikári. Sýningargestir í leikhúsum voru 271.046, eða ríflega 23 þúsund færri en á fyrra leikári.Gestir á sýningum atvinnuleikhópa.Aðsóknarhæsta uppfærsla síðasta leikárs á vegum leikhúsa var söngleikurinn Mary Poppins með ríflega 40 þúsund gesti á vegum Leikfélags Reykjavíkur/Borgarleikhússins.Atvinnuleikhópar Atvinnuleikhópar sem settu upp eina eða fleiri leiksýningu á síðasta leikári voru 56 talsins. Atvinnuleikhópum hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum, eða um 23 þegar þeir voru flestir leikárið 2010/2011 eða 79 talsins. Á síðasta leikári settu hóparnir á svið 76 uppfærslu innanlands. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda voru uppistaðan í uppfærslum atvinnuleikhópa. Atvinnuleikhópar sýndu 629 sinnum innanlands á leikárinu. Heildaraðsókn að sýningum atvinnuleikhópa á síðasta leikári var 73.732 gestir. Sýningargestum atvinnuleikhópa fækkaði um ríflega fjórðung frá næsta leikári á undan.Gestir á sýningum áhugaleikfélaga.Aðsóknarhæsta uppfærsla síðasta leikárs á vegum atvinnuleikhópa var Sirkus Íslands á vegum samnefnds leikhóps, með laust yfir 20 þúsund gesti.Áhugaleikfélög Á þar síðasta leikári færðu 37 áhugaleikfélög á svið 108 leiksýningar víðs vegar um landið, en upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaga á síðasta leikári liggja ekki fyrir. Átta af hverjum tíu uppfærslum voru leikverk eftir innlenda höfunda. Félögin sýndu 523 sinnum fyrir 35 þúsund gesti. Fjöldi gesta að sýningum áhugaleikfélaga stóð í stað milli leikára (sjá mynd 4).Um tölurnar Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um leiksýningar tekur til leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki frá viðkomandi leikhúsum og samtökum atvinnuleikhúsa og áhugaleikfélaga, Sjálfstæðu leikhúsunum og Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira