Jordan Spieth fór á kostum á fyrsta hring á Augusta Kári Örn Hinriksson skrifar 9. apríl 2015 23:40 Jordan Spieth fagnar með kylfusveini sínum, Michael Greller. Getty Aðstæður á Augusta National vellinum voru frábærar í dag en skor kylfinga á fyrsta hring á Masters mótinu var með allra besta móti. Það lék þó enginn betur heldur en Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth sem fór hreinlega á kostum og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari. Spieth sýndi allra sínar bestu hliðar, sérstaklega á flötunum en hann fékk níu fugla á hringnum og aðeins einn skolla. Fjórir kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari en það eru þeir Ernie Els, Justin Rose, Charley Hoffman og Jason Day. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu undir pari. Hann átti í miklum erfileikum í kring um flatirnar en boltaslátturinn hjá þessum frábæra kylfingi bjargaði honum trekk í trekk. Augu margra voru þó á Tiger Woods sem lék sinn fyrsta hring í atvinnumannamóti síðan í byrjun febrúar en hann kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari og er jafn í 41. sæti. Woods hefði þó hæglega getað leikið á mun fleiri höggum ef stutta spilið hjá honum hefði ekki verið í góðu standi en hann bjargaði sér frábærlega á köflum úr erfiðum aðstæðum.„Hef verið að undirbúa mig undir þetta mót allt árið“ Jordan Spieth hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu en í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni hefur hann sigrað eitt og endaði í öðru sæti í hinum tveimur. Hann sagði að aðstæðurnar hefðu hjálpað sér í dag. „Flatirnar voru mjúkar í dag og það hjálpaði mér að stjórna boltanum á þeim. Að spila svona góðan hring á fyrsta degi Masters er alveg magnað og ég hlakka til helgarinnar.“ Spieth var í toppbaráttunni á Masters mótinu í fyrra en hann er óhræddur við að viðurkenna hversu mikilvægt mótið er fyrir hann. „Tímabilið hjá mér hefur snúist um að vera í mínu besta formi hérna á Augusta. Það má eiginlega að segja að ég hafi verið að undirbúa mig undir þetta allt árið.“ Þessi hæfileikaríki kylfingur má þó ekki fara fram úr sér en eins og alltaf á Masters eru margir heimsklassa kylfingar ofarlega á skortöflunni, meðal annars Dustin Johnson og Phil Mickelson á tveimur undir pari og Spánverjinn Sergio Garcia á fjórum undir. Tiger Woods verður meðal fyrstu manna til þess að hefja leik á morgun og búist er við góðum aðstæðum fram að hádegi á öðrum hring. Þá gæti gert mikið rigningaveður sem gæti haft áhrif á leik. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðstæður á Augusta National vellinum voru frábærar í dag en skor kylfinga á fyrsta hring á Masters mótinu var með allra besta móti. Það lék þó enginn betur heldur en Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth sem fór hreinlega á kostum og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari. Spieth sýndi allra sínar bestu hliðar, sérstaklega á flötunum en hann fékk níu fugla á hringnum og aðeins einn skolla. Fjórir kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari en það eru þeir Ernie Els, Justin Rose, Charley Hoffman og Jason Day. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu undir pari. Hann átti í miklum erfileikum í kring um flatirnar en boltaslátturinn hjá þessum frábæra kylfingi bjargaði honum trekk í trekk. Augu margra voru þó á Tiger Woods sem lék sinn fyrsta hring í atvinnumannamóti síðan í byrjun febrúar en hann kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari og er jafn í 41. sæti. Woods hefði þó hæglega getað leikið á mun fleiri höggum ef stutta spilið hjá honum hefði ekki verið í góðu standi en hann bjargaði sér frábærlega á köflum úr erfiðum aðstæðum.„Hef verið að undirbúa mig undir þetta mót allt árið“ Jordan Spieth hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu en í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni hefur hann sigrað eitt og endaði í öðru sæti í hinum tveimur. Hann sagði að aðstæðurnar hefðu hjálpað sér í dag. „Flatirnar voru mjúkar í dag og það hjálpaði mér að stjórna boltanum á þeim. Að spila svona góðan hring á fyrsta degi Masters er alveg magnað og ég hlakka til helgarinnar.“ Spieth var í toppbaráttunni á Masters mótinu í fyrra en hann er óhræddur við að viðurkenna hversu mikilvægt mótið er fyrir hann. „Tímabilið hjá mér hefur snúist um að vera í mínu besta formi hérna á Augusta. Það má eiginlega að segja að ég hafi verið að undirbúa mig undir þetta allt árið.“ Þessi hæfileikaríki kylfingur má þó ekki fara fram úr sér en eins og alltaf á Masters eru margir heimsklassa kylfingar ofarlega á skortöflunni, meðal annars Dustin Johnson og Phil Mickelson á tveimur undir pari og Spánverjinn Sergio Garcia á fjórum undir. Tiger Woods verður meðal fyrstu manna til þess að hefja leik á morgun og búist er við góðum aðstæðum fram að hádegi á öðrum hring. Þá gæti gert mikið rigningaveður sem gæti haft áhrif á leik. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira