Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 10:42 Meint frelsissvipting átti sér stað í Hlíðunum í Reykjavík. Vísir/GVA Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06