Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:15 Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira