Framkvæmdastjóri NATO heimsækir Ísland í annað skipti á níu mánuðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2015 13:04 Jens Stoltenberg. Vísir/Getty Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 16. apríl, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ráðherra mun funda með forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi á morgun og í kjölfarið með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í ráðuneytinu við Rauðarárstíg. Annað kvöld verður svo boðið til kvöldverðar í ráðherrabústaðnum þar sem ráðherrarnir tveir auk Ólafar Nordal innanríkisráðherra verða á meðal gesta. Reikna má með töluverðri öryggisgæslu vegna komu Stoltenberg líkt og var tilfellið þegar forveri hans, Anders Fogh Rasmussen, sótti landann heim fyrir um níu mánuðum eða í ágúst síðastliðnum.Heimsækir Stofnun Árna Magnússonar Framkvæmdastjórinn mun auk þess sem hann mun kynna sér varnartengda starfsemi Landhelgisgæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Einnig mun Stoltenberg eiga fundi með forseta Alþingis og fulltrúum utanríkismálanefndar þingsins, sem og skoða varðskipið Þór. Þá mun framkvæmdastjórinn heimsækja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heldur af landi brott að morgni föstudags að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Uppfært klukkan 13:59 Í fyrri frétt stóð að Stoltenberg myndi funda með iðnaðarráðherra. Hið rétta er að hann mun ræða við innanríkisráðherra. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 16. apríl, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ráðherra mun funda með forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi á morgun og í kjölfarið með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í ráðuneytinu við Rauðarárstíg. Annað kvöld verður svo boðið til kvöldverðar í ráðherrabústaðnum þar sem ráðherrarnir tveir auk Ólafar Nordal innanríkisráðherra verða á meðal gesta. Reikna má með töluverðri öryggisgæslu vegna komu Stoltenberg líkt og var tilfellið þegar forveri hans, Anders Fogh Rasmussen, sótti landann heim fyrir um níu mánuðum eða í ágúst síðastliðnum.Heimsækir Stofnun Árna Magnússonar Framkvæmdastjórinn mun auk þess sem hann mun kynna sér varnartengda starfsemi Landhelgisgæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Einnig mun Stoltenberg eiga fundi með forseta Alþingis og fulltrúum utanríkismálanefndar þingsins, sem og skoða varðskipið Þór. Þá mun framkvæmdastjórinn heimsækja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heldur af landi brott að morgni föstudags að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.Uppfært klukkan 13:59 Í fyrri frétt stóð að Stoltenberg myndi funda með iðnaðarráðherra. Hið rétta er að hann mun ræða við innanríkisráðherra.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira