Eva Laufey gerir dýrindis dögurð 13. apríl 2015 14:30 Eva Laufey Hermannsdóttir er eldar hér dýrindis dögurð, eða bröns. Hún gerir amerískar pönnukökur, býr til bláberjasíróp, gerir kartöfluböku með Chorizo pylsu og eggjum. Hún útbýr einnig ávaxtaplatta og gerir jógúrt með heimalöguðu granola, berjum og hunangi. Að lokum blandar hún mímósu til að skola kræsingunum niður með. Hægt er að horfa á Evu útbúa veisluna í spilaranum hér fyrir ofan. Atriðið er úr fjórða þætti Matargleði Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum.Bláberjasíróp3 dl sykur3 dl bláber, fersk eða frosinsafi og börkur af einni sítrónuAðferð: Hitið sykur og appelsínusafa í potti, þegar sykurinn er bráðnaður og þetta lítur út eins og síróp má bæta bláberjum, sítrónuberki og safa út í pottinn og hræra vel í blöndunni. Leyfið bláberjasírópinu að malla við vægan hita í 30 – 40 mínútur.Morgunverðarkartöflubaka með Chorizo pylsu1 msk ólífuolía2 stórir laukar, smátt skornir200 gr chorizo pylsa, smátt skorin1 rauð paprika2 hvítlauksrif, marin4 bökunarkartöflur, skornar í teningasalt og nýmalaður pipar4 – 5 eggfersk steinseljaAðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið chorizo pylsunni, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn. Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið
Eva Laufey Hermannsdóttir er eldar hér dýrindis dögurð, eða bröns. Hún gerir amerískar pönnukökur, býr til bláberjasíróp, gerir kartöfluböku með Chorizo pylsu og eggjum. Hún útbýr einnig ávaxtaplatta og gerir jógúrt með heimalöguðu granola, berjum og hunangi. Að lokum blandar hún mímósu til að skola kræsingunum niður með. Hægt er að horfa á Evu útbúa veisluna í spilaranum hér fyrir ofan. Atriðið er úr fjórða þætti Matargleði Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum.Bláberjasíróp3 dl sykur3 dl bláber, fersk eða frosinsafi og börkur af einni sítrónuAðferð: Hitið sykur og appelsínusafa í potti, þegar sykurinn er bráðnaður og þetta lítur út eins og síróp má bæta bláberjum, sítrónuberki og safa út í pottinn og hræra vel í blöndunni. Leyfið bláberjasírópinu að malla við vægan hita í 30 – 40 mínútur.Morgunverðarkartöflubaka með Chorizo pylsu1 msk ólífuolía2 stórir laukar, smátt skornir200 gr chorizo pylsa, smátt skorin1 rauð paprika2 hvítlauksrif, marin4 bökunarkartöflur, skornar í teningasalt og nýmalaður pipar4 – 5 eggfersk steinseljaAðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið chorizo pylsunni, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn.
Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið