Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 18:48 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári en Illugi segir kaupsamninginn hafa verið gerðan í lok maí árið 2013. Vísir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist hafa selt íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Vísir greindi frá því um helgina að kaupin hafi samkvæmt fasteignaskrá átt sér stað í júlí á síðasta ári en að afhending eignarinnar hafi átt sér stað tæpum sjö mánuðum fyrr.Kaupsamningnum ekki þinglýst „Dagsetning kaupsamnings er 30. maí 2013 og afhending í lok árs 2013,“ segir í skriflegu svari Illuga við fyrirspurn fréttastofu. Kaupsamningnum var ekki þinglýst samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu en afsal eignarinnar var þinglýst í júlí á síðasta ári, tæpu ári eftir kaupin.Sjá einnig: Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Það eru einu opinberu gögnin sem liggja fyrir um viðskiptin auk upplýsinga úr ársreikningi félagsins sem keypti eignina. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Félagið var áður í eigu Illuga en í ársreikningi vegna 2013 kemur fram að Haukur eigi 100 prósent hlutafjár í félaginu.Tók yfir tryggingarbréf Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Illugi að íbúðin hefði verið seld fyrir 53,5 milljónir króna. Samkvæmt afsali eignarinnar tók félag Hauks hins vegar yfir 55 milljóna króna skuldir með eigninni. Aðspurður um mismuninn á þessum upphæðum segir Illugi í svarinu: „Á söludegi eignarinnar voru tvö skuldabréf áhvílandi samtals að fjárhæð 34,5 milljón auk þess var tryggingarbréf áhvílandi á 3ja veðrétti sem endurspelgar ekki stöðu undirliggjandi skuldar á söludegi.“Haukur ekki innlendur aðili Fréttastofa óskaði einnig eftir skýringum á ummælum Illuga á Alþingi 13. apríl síðastliðinn þar sem hann sagði að engir íslenskir aðilar ættu í Orku Energy. „Ég sagði það hér áðan, það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila,“ sagði ráðherrann í þinginu. Fyrir liggur hins vegar að Haukur Harðarson eigi í fyrirtækinu. Aðspurður um þetta atriði segir Illugi að Haukur búi og starfi erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er Haukur skráður í Víetnam. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist hafa selt íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Vísir greindi frá því um helgina að kaupin hafi samkvæmt fasteignaskrá átt sér stað í júlí á síðasta ári en að afhending eignarinnar hafi átt sér stað tæpum sjö mánuðum fyrr.Kaupsamningnum ekki þinglýst „Dagsetning kaupsamnings er 30. maí 2013 og afhending í lok árs 2013,“ segir í skriflegu svari Illuga við fyrirspurn fréttastofu. Kaupsamningnum var ekki þinglýst samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu en afsal eignarinnar var þinglýst í júlí á síðasta ári, tæpu ári eftir kaupin.Sjá einnig: Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Það eru einu opinberu gögnin sem liggja fyrir um viðskiptin auk upplýsinga úr ársreikningi félagsins sem keypti eignina. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Félagið var áður í eigu Illuga en í ársreikningi vegna 2013 kemur fram að Haukur eigi 100 prósent hlutafjár í félaginu.Tók yfir tryggingarbréf Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Illugi að íbúðin hefði verið seld fyrir 53,5 milljónir króna. Samkvæmt afsali eignarinnar tók félag Hauks hins vegar yfir 55 milljóna króna skuldir með eigninni. Aðspurður um mismuninn á þessum upphæðum segir Illugi í svarinu: „Á söludegi eignarinnar voru tvö skuldabréf áhvílandi samtals að fjárhæð 34,5 milljón auk þess var tryggingarbréf áhvílandi á 3ja veðrétti sem endurspelgar ekki stöðu undirliggjandi skuldar á söludegi.“Haukur ekki innlendur aðili Fréttastofa óskaði einnig eftir skýringum á ummælum Illuga á Alþingi 13. apríl síðastliðinn þar sem hann sagði að engir íslenskir aðilar ættu í Orku Energy. „Ég sagði það hér áðan, það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila,“ sagði ráðherrann í þinginu. Fyrir liggur hins vegar að Haukur Harðarson eigi í fyrirtækinu. Aðspurður um þetta atriði segir Illugi að Haukur búi og starfi erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er Haukur skráður í Víetnam.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00