Deilt um eftirmál lekamálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 19:30 Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira