Davíð Þór: Kom á óvart hversu góðir þeir eru í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2015 11:30 Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/andri marinó „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30