Quiche Lorraine Rikka skrifar 4. ágúst 2015 16:00 visir/svava Quiche Lorraine er einn af eftirlætisréttum frakka og frábært að eiga eina böku í ísskápnum sem hægt er að grípa í, bjóða sem kvöldmat eða dögurð. Það besta við bökuna að það er í rauninni hægt að setja nánast hvað sem er í hana og að auki er hún góð bæði köld og heit. Svava Gunnarsdóttir heldur úti hinu sívinsæla matarbloggi Ljúfmeti og lekkerheit gefur lesendum Matarvísis uppskriftina að hinni fullkomnu Quiche Lorraine. Quiche Lorraine uppskrift frá Smitten kitchen1 ¾ bolli púrrulaukur, skorinn í bita (notið bara hvíta og ljósgræna hlutann, þið þurfið um tvo stóra lauka)¾ bolli laukur, skorinn í bita2 ½ tsk ólífuolía1 1/4 bolli hveiti1 msk + 2 tsk kornsterkjasalt6 msk smjör, skorið í teninga4 egg½ bolli + 1 msk rjómi1 bolli + 2 msk sýrður rjómismá múskatsmá pipar1½ bolli skinka, skorin í bita (ég keypti tilbúna skinkustrimla)¾ bolli ostur, t.d. gouda eða gouda sterkur Setjið stóra pönnu yfir lágan hita og steikið lauk og púrrulauk í ólífuolíu í 30-40 mínútur, eða þar til þeir eru karamelluseraðir. Hrærið annað slagið í. Takið af hitanum og kælið. Setjið hveiti, kornsterkju, 1/4 tsk salt, smjör og 1 egg í matvinnsluvél og vinnið saman í deig (ef þið eruð ekki með matvinnsluvél notið þá handþeytara, gaffal eða heldurnar, allt virkar!). Fletjið deigið út á hveitistráðu borði og setjið síðan yfir í bökuform (eða kökuform). Þrýstið deiginu vel í formið og kælið í ísskáp í 30 mínútur. Á meðan bökuskelin er að kólna er rjóma og sýrðum rjóma blandað saman í skál. Hrærið eggjunum 3 sem eftir eru saman við ásamt smá múskati, salti og pipar. Hitið ofninn í 175°. Takið bökuskelina úr ísskápnum og dreifið laukblöndunni yfir botninn á henni. Setjið þar á eftir skinkubita og rifinn ost yfir. Hellið rjóma- og eggjablöndunni yfir og setjið bökuna í ofninn. Bakið í um 25-30 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit. Dögurður Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Quiche Lorraine er einn af eftirlætisréttum frakka og frábært að eiga eina böku í ísskápnum sem hægt er að grípa í, bjóða sem kvöldmat eða dögurð. Það besta við bökuna að það er í rauninni hægt að setja nánast hvað sem er í hana og að auki er hún góð bæði köld og heit. Svava Gunnarsdóttir heldur úti hinu sívinsæla matarbloggi Ljúfmeti og lekkerheit gefur lesendum Matarvísis uppskriftina að hinni fullkomnu Quiche Lorraine. Quiche Lorraine uppskrift frá Smitten kitchen1 ¾ bolli púrrulaukur, skorinn í bita (notið bara hvíta og ljósgræna hlutann, þið þurfið um tvo stóra lauka)¾ bolli laukur, skorinn í bita2 ½ tsk ólífuolía1 1/4 bolli hveiti1 msk + 2 tsk kornsterkjasalt6 msk smjör, skorið í teninga4 egg½ bolli + 1 msk rjómi1 bolli + 2 msk sýrður rjómismá múskatsmá pipar1½ bolli skinka, skorin í bita (ég keypti tilbúna skinkustrimla)¾ bolli ostur, t.d. gouda eða gouda sterkur Setjið stóra pönnu yfir lágan hita og steikið lauk og púrrulauk í ólífuolíu í 30-40 mínútur, eða þar til þeir eru karamelluseraðir. Hrærið annað slagið í. Takið af hitanum og kælið. Setjið hveiti, kornsterkju, 1/4 tsk salt, smjör og 1 egg í matvinnsluvél og vinnið saman í deig (ef þið eruð ekki með matvinnsluvél notið þá handþeytara, gaffal eða heldurnar, allt virkar!). Fletjið deigið út á hveitistráðu borði og setjið síðan yfir í bökuform (eða kökuform). Þrýstið deiginu vel í formið og kælið í ísskáp í 30 mínútur. Á meðan bökuskelin er að kólna er rjóma og sýrðum rjóma blandað saman í skál. Hrærið eggjunum 3 sem eftir eru saman við ásamt smá múskati, salti og pipar. Hitið ofninn í 175°. Takið bökuskelina úr ísskápnum og dreifið laukblöndunni yfir botninn á henni. Setjið þar á eftir skinkubita og rifinn ost yfir. Hellið rjóma- og eggjablöndunni yfir og setjið bökuna í ofninn. Bakið í um 25-30 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.
Dögurður Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira