Sunna og Signý efstar og jafnar eftir fyrsta daginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 21:53 Sunna deilir eftsta sætinu með Signýju eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi. mynd/gsí Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða einu höggi yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum. Signý var með áhugavert skorkort en hún fékk par á fyrstu 17 holunum og endaði með því að slá í stöngina í upphafshögginu á 18. þar sem hún fékk fugl. „Ég var að pútta vel og slátturinn var frábær, ég lenti ekki í neinum stórum vandræðum. Ég setti mér markmið fyrir mótið að ná góðum hring í dag - það tókst. Þegar ég sigraði árið 2013 var ég langt á eftir þegar fyrsta hringnum var lokið og ég er því í ágætri stöðu miðað við þá,“ sagði Sunna Víðisdóttir í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Rúnar bróðir minn sagði að ég hafi aldrei spilað svona hring áður – ég trúi því. Ég náði að bjarga parinu á 17. og ég var afar sátt við það enda ætlaði ég ekki að fá fyrsta skollann á hringnum. Það hefði verið skemmtilegt að enda þetta á holu í höggi en ég er afar sátt við þessa byrjun,“ sagði Signý Arnórsdóttir. „Ég var í smá basli af og til á hringnum. Ég er búinn með allt það sem kom upp og er því bara bjartsýn á framhaldið. Þetta skor er aðeins frá því sem ég ætlaði mér en sagan er þannig að ég hef aldrei verið efst eftir fyrsta daginn í þau tvö skipti sem ég hef sigrað á Íslandsmótinu,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. „Ég byrjaði fínt en fór í rugl í púttunum á síðari hlutanum. Ég er ósátt við síðari níu holurnar þar sem ég fæ einn örn en er samt þremur höggum yfir pari á þeim holum. Það er ekki hægt að vinna þetta mót á fyrsta hringnum en það er hægt að spila sig út úr því á fyrsta hringnum. Ég er ekki langt frá þessu og ég er í ljómandi góðum gír þrátt fyrir allt,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn: 1.-2. Signý Arnórsdóttir, GK 71 (-1) 1.-2. Sunna Víðisdóttir, GR 71 (-1) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 73 (+1) 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR 74 (+2) 5. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 75 (+3) 6.-9. Eva Karen Björnsdóttir, GR 76 (+4) 6.-9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+4)Signý lék á 71 höggi, eða einu undir pari.mynd/gsí Golf Tengdar fréttir Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00 Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00 GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða einu höggi yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum. Signý var með áhugavert skorkort en hún fékk par á fyrstu 17 holunum og endaði með því að slá í stöngina í upphafshögginu á 18. þar sem hún fékk fugl. „Ég var að pútta vel og slátturinn var frábær, ég lenti ekki í neinum stórum vandræðum. Ég setti mér markmið fyrir mótið að ná góðum hring í dag - það tókst. Þegar ég sigraði árið 2013 var ég langt á eftir þegar fyrsta hringnum var lokið og ég er því í ágætri stöðu miðað við þá,“ sagði Sunna Víðisdóttir í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Rúnar bróðir minn sagði að ég hafi aldrei spilað svona hring áður – ég trúi því. Ég náði að bjarga parinu á 17. og ég var afar sátt við það enda ætlaði ég ekki að fá fyrsta skollann á hringnum. Það hefði verið skemmtilegt að enda þetta á holu í höggi en ég er afar sátt við þessa byrjun,“ sagði Signý Arnórsdóttir. „Ég var í smá basli af og til á hringnum. Ég er búinn með allt það sem kom upp og er því bara bjartsýn á framhaldið. Þetta skor er aðeins frá því sem ég ætlaði mér en sagan er þannig að ég hef aldrei verið efst eftir fyrsta daginn í þau tvö skipti sem ég hef sigrað á Íslandsmótinu,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. „Ég byrjaði fínt en fór í rugl í púttunum á síðari hlutanum. Ég er ósátt við síðari níu holurnar þar sem ég fæ einn örn en er samt þremur höggum yfir pari á þeim holum. Það er ekki hægt að vinna þetta mót á fyrsta hringnum en það er hægt að spila sig út úr því á fyrsta hringnum. Ég er ekki langt frá þessu og ég er í ljómandi góðum gír þrátt fyrir allt,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn: 1.-2. Signý Arnórsdóttir, GK 71 (-1) 1.-2. Sunna Víðisdóttir, GR 71 (-1) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 73 (+1) 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR 74 (+2) 5. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 75 (+3) 6.-9. Eva Karen Björnsdóttir, GR 76 (+4) 6.-9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+4)Signý lék á 71 höggi, eða einu undir pari.mynd/gsí
Golf Tengdar fréttir Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00 Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00 GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00
Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30
Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00
GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00
Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53