Engin breyting á utanríkisstefnunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 17:41 Formaður utanríkismálanefndar segir enga umræðu eiga sér stað í nefndinni um breytingar á utanríkisstefnu þjóðarinnar vegna innflutningsbanns Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir einstaka hagsmunaaðila ekki ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar. Embættismenn í utanríkisráðuneytinu komu á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem farið vari yfir allan feril málsins allt frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í þvingunaraðgerðum Rússa vegna framferðis þeirra á Krímskaga. En einhugur hefur verið í nefndinni um þátttöku Íslands í aðgerðunum.Heldur þú að það breytist eitthvað við það að þessi staða er komin upp? „Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að það breytist að það breytist með þessum hætti. Auðvitað hafa menn þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin upp,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Innan nefndarinnar sé rætt hvernig hægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem kominn er upp með skynsamlegum hætti. „Það er enginn að tala fyrir stefnubreytingu Íslands í utanríkismálum. En menn velta fyrir sér með hvaða praktíska hætti er hægt að mæta því áfalli sem þessi ákvörðun Rússa getur haft í för með sér,“ segir Birgir. Umfang aðgerða Rússa sé ekki í samræmi við umfang þeirra aðgerða sem Íslendingar hafi stutt gagnvart þeim. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki rétt að hagsmunaaðilar hafi ekki verið upplýstir um málið. „Það hafa auðvitað verið höfð samskipti við hagsmunaaðila m.a. með fundum upp í utanríkisráðuneyti. Það er auðvitað eins og hefur komið fram hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum að einstakir hagsmunaaðilar á einstökum sviðum móta ekki utanríkisstefnu heillar þjóðar.“ Nú sé nauðsynlegt að fá nánari útskýringar frá Rússum. „Það hefur komið fram m.a. í samskiptum mínum við sendiherrann (rússneska) í gær að um tímabundnar aðgerðir væri að að ræða. Við þurfum auðvitað að horfa til lengri tíma og hins vegar þurfum við að skoða hér heima með hvaða hætti þetta hefur áhrif á einstak byggðir, einstök fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni. Því það er margt sem bendir til að þetta geti haft veruleg áhrif á það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. 13. ágúst 2015 19:15 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar segir enga umræðu eiga sér stað í nefndinni um breytingar á utanríkisstefnu þjóðarinnar vegna innflutningsbanns Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir einstaka hagsmunaaðila ekki ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar. Embættismenn í utanríkisráðuneytinu komu á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem farið vari yfir allan feril málsins allt frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í þvingunaraðgerðum Rússa vegna framferðis þeirra á Krímskaga. En einhugur hefur verið í nefndinni um þátttöku Íslands í aðgerðunum.Heldur þú að það breytist eitthvað við það að þessi staða er komin upp? „Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að það breytist að það breytist með þessum hætti. Auðvitað hafa menn þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin upp,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Innan nefndarinnar sé rætt hvernig hægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem kominn er upp með skynsamlegum hætti. „Það er enginn að tala fyrir stefnubreytingu Íslands í utanríkismálum. En menn velta fyrir sér með hvaða praktíska hætti er hægt að mæta því áfalli sem þessi ákvörðun Rússa getur haft í för með sér,“ segir Birgir. Umfang aðgerða Rússa sé ekki í samræmi við umfang þeirra aðgerða sem Íslendingar hafi stutt gagnvart þeim. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki rétt að hagsmunaaðilar hafi ekki verið upplýstir um málið. „Það hafa auðvitað verið höfð samskipti við hagsmunaaðila m.a. með fundum upp í utanríkisráðuneyti. Það er auðvitað eins og hefur komið fram hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum að einstakir hagsmunaaðilar á einstökum sviðum móta ekki utanríkisstefnu heillar þjóðar.“ Nú sé nauðsynlegt að fá nánari útskýringar frá Rússum. „Það hefur komið fram m.a. í samskiptum mínum við sendiherrann (rússneska) í gær að um tímabundnar aðgerðir væri að að ræða. Við þurfum auðvitað að horfa til lengri tíma og hins vegar þurfum við að skoða hér heima með hvaða hætti þetta hefur áhrif á einstak byggðir, einstök fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni. Því það er margt sem bendir til að þetta geti haft veruleg áhrif á það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. 13. ágúst 2015 19:15 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36
Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. 13. ágúst 2015 19:15
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22
Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33
Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40