Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2015 22:00 Eiður Smári var ónotaður varamaður í kvöld. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira