Guðni líkir Pírötum við Veðurstofuna og Ragnar Reykás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2015 11:14 Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu "að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur "hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. vísir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Pírata vera eins og Veðurstofuna í þeirri flóru flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi. Guðni segir óánægða kjósendur safnast þar saman „til að gá til veðurs í pólitíkinni,“ eins og hann orðar það í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Leiða má líkum að því að tilefnið sé gríðarlega mikil fylgisaukning Pírata seinustu mánuði en ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 36 prósenta fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra síðan rétt eftir hrun haustið 2008, er nú 21,6 prósent, og fylgi Framsóknarflokksins er 12 prósent.Telur Pírata bara tala um veðrið og atburði líðandi stundar Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu „að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. Þá fara þeir að berjast innbyrðis og takast á um punkta og kommur.“ Að mati Guðna finnst flestum snjallast hjá Pírötum að vera eins og Veðurstofan eða Jón og Gunna og tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar. Guðni segir jafnframt í grein sinni að enginn viti hverjir Píratar eru eða hvert þeir eru að fara enda séu þeir „galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu augnabragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna sem er svo einlægt og yndislegt.“„Hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni“ Guðni gerir jafnframt að umtalsefni að Píratar vilji nota næsta kjörtímabil til að semja sig inn í ESB en Guðni segir að engum detti það í hug vegna þeirrar óvissu og vandræða innan sambandsins. Þá nái tal Pírata um að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi eyrum almennings og þyki flott. „Og þegar flokkshestarnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo?“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni skrifa Guðna og vitnar í Bob Dylan: "You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Í tilefni skrifa Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Píratar séu Veðurstofan ætla ég að vitna í Bob Dylan:"You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, 3 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34 Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Pírata vera eins og Veðurstofuna í þeirri flóru flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi. Guðni segir óánægða kjósendur safnast þar saman „til að gá til veðurs í pólitíkinni,“ eins og hann orðar það í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Leiða má líkum að því að tilefnið sé gríðarlega mikil fylgisaukning Pírata seinustu mánuði en ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 36 prósenta fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra síðan rétt eftir hrun haustið 2008, er nú 21,6 prósent, og fylgi Framsóknarflokksins er 12 prósent.Telur Pírata bara tala um veðrið og atburði líðandi stundar Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu „að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. Þá fara þeir að berjast innbyrðis og takast á um punkta og kommur.“ Að mati Guðna finnst flestum snjallast hjá Pírötum að vera eins og Veðurstofan eða Jón og Gunna og tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar. Guðni segir jafnframt í grein sinni að enginn viti hverjir Píratar eru eða hvert þeir eru að fara enda séu þeir „galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu augnabragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna sem er svo einlægt og yndislegt.“„Hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni“ Guðni gerir jafnframt að umtalsefni að Píratar vilji nota næsta kjörtímabil til að semja sig inn í ESB en Guðni segir að engum detti það í hug vegna þeirrar óvissu og vandræða innan sambandsins. Þá nái tal Pírata um að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi eyrum almennings og þyki flott. „Og þegar flokkshestarnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo?“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni skrifa Guðna og vitnar í Bob Dylan: "You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Í tilefni skrifa Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Píratar séu Veðurstofan ætla ég að vitna í Bob Dylan:"You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, 3 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34 Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34
Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00
Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10
Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45