Hannes Þór skrifar handrit að hrollvekju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 18:15 Hannes Þór og félagar fagna 2-1 sigrinum á Tékkum í júní. Vísir/Ernir Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fyrsta flokks leikstjóri eins og íþróttaáhugamenn á Íslandi eru meðvitaðir um. Hann segist í dag fyrst og fremst einbeita sér að fótboltanum þótt hann sé með eitt gott gæluverkefni á kantinum meðfram æfingum og leikjum með NEC Nijmegen. „Ég er eiginlega í góðri pásu,“ segir Hannes Þór sem leikstýrði meðal annars fyrstu seríunni af Atvinnumönnunum okkar. Hannes vann sem leikstjóri hjá Sagafilm áður en hann hélt í atvinnumennsku.Ætlar sér langt í kvikmyndagerð „Ég er aðeins að fikta í gæluverkefnum sem ég hafði engan tíma til að fikta í áður,“ segir markvörðurinn. Hans markmið sé að þróa sig sem kvikmyndagerðarmaður eftir ferilinn og fara að búa til kvikmyndir í fullri lengd. Í smíðum er handrit að einni slíkri. „Það verður vonandi mín fyrsta bíómynd,“ segir Hannes en bætir við að sú vinna gangi hægt enda hafi fótboltinn algjöran forgang og þannig verði það næstu árin. En hvernig mynd er Hannes Þór að skrifa handrit að? „Þetta verður spennumynd, hrollvekja.“Engin miskunn að læra hollensku Hannes samdi við hollenska félagið í sumar en hvernig gengur að læra hollenskuna? „Ég er að reyna og þetta mjakast. Ég ætla í tíma fljótlega,“ segir Hannes. Hann sé þó með smáforrit sem hjálpi mikið. „Hollendingarnir eru mjög harðir á því að tala enga ensku við þig og pína mann til að læra hollensku. Það er engin miskunn með það. Maður á að læra þetta á núll einni en ég er að reyna mitt besta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. 2. september 2015 12:00 Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fyrsta flokks leikstjóri eins og íþróttaáhugamenn á Íslandi eru meðvitaðir um. Hann segist í dag fyrst og fremst einbeita sér að fótboltanum þótt hann sé með eitt gott gæluverkefni á kantinum meðfram æfingum og leikjum með NEC Nijmegen. „Ég er eiginlega í góðri pásu,“ segir Hannes Þór sem leikstýrði meðal annars fyrstu seríunni af Atvinnumönnunum okkar. Hannes vann sem leikstjóri hjá Sagafilm áður en hann hélt í atvinnumennsku.Ætlar sér langt í kvikmyndagerð „Ég er aðeins að fikta í gæluverkefnum sem ég hafði engan tíma til að fikta í áður,“ segir markvörðurinn. Hans markmið sé að þróa sig sem kvikmyndagerðarmaður eftir ferilinn og fara að búa til kvikmyndir í fullri lengd. Í smíðum er handrit að einni slíkri. „Það verður vonandi mín fyrsta bíómynd,“ segir Hannes en bætir við að sú vinna gangi hægt enda hafi fótboltinn algjöran forgang og þannig verði það næstu árin. En hvernig mynd er Hannes Þór að skrifa handrit að? „Þetta verður spennumynd, hrollvekja.“Engin miskunn að læra hollensku Hannes samdi við hollenska félagið í sumar en hvernig gengur að læra hollenskuna? „Ég er að reyna og þetta mjakast. Ég ætla í tíma fljótlega,“ segir Hannes. Hann sé þó með smáforrit sem hjálpi mikið. „Hollendingarnir eru mjög harðir á því að tala enga ensku við þig og pína mann til að læra hollensku. Það er engin miskunn með það. Maður á að læra þetta á núll einni en ég er að reyna mitt besta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. 2. september 2015 12:00 Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. 2. september 2015 12:00
Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00