Óstöðvandi Jason Day 18 undir pari eftir 36 holur á BMW meistaramótinu 19. september 2015 01:14 Jason Day einbeittur á öðrum hring í kvöld. Getty Það virðist nákvæmlega ekkert stöðva Jason Day þessa dagana en eftir tvo hringi á BMW meistaramótinu er hann á heilum 18 höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring á ferlinum á PGA-mótaröðinni í gær eða á tíu undir pari og hann fylgdi því eftir með hring upp á 63 högg í kvöld eða átta undir pari. Day hefur sigrað á síðustu þremur af fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í, meðal annars á PGA-meistaramótinu og Barclays mótinu sem fram fór í enda ágúst en það er hreint ótrúlegur árangur hjá þessum 27 ára Ástrala. Hann hefur fimm högga forskot á næstu menn sem eru þeir Brendan Todd og Daniel Berger en þeir eru á 13 höggum undir pari. Kevin Na og Jordan Spieth koma á eftir þeim á 11 höggum undir pari, en Rory McIlroy er á níu undir. Það verður spennandi að sjá hvort að einhver getur gert atlögu að Day það sem eftir lifir móts en bein útsending frá þriðja hring á Conway Farms vellinum hefst klukkan 18:30 á morgun. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það virðist nákvæmlega ekkert stöðva Jason Day þessa dagana en eftir tvo hringi á BMW meistaramótinu er hann á heilum 18 höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring á ferlinum á PGA-mótaröðinni í gær eða á tíu undir pari og hann fylgdi því eftir með hring upp á 63 högg í kvöld eða átta undir pari. Day hefur sigrað á síðustu þremur af fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í, meðal annars á PGA-meistaramótinu og Barclays mótinu sem fram fór í enda ágúst en það er hreint ótrúlegur árangur hjá þessum 27 ára Ástrala. Hann hefur fimm högga forskot á næstu menn sem eru þeir Brendan Todd og Daniel Berger en þeir eru á 13 höggum undir pari. Kevin Na og Jordan Spieth koma á eftir þeim á 11 höggum undir pari, en Rory McIlroy er á níu undir. Það verður spennandi að sjá hvort að einhver getur gert atlögu að Day það sem eftir lifir móts en bein útsending frá þriðja hring á Conway Farms vellinum hefst klukkan 18:30 á morgun.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira