Alltaf í miðri hringiðunni Magnús Guðmundsson skrifar 19. september 2015 11:30 Nína Tryggvadóttir listmálari var á meðal frjóustu og framsæknustu listamanna sinnar samtíðar. Nína Tryggvadóttir fæddist á Seyðisfirði árið 1913 en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1920 og bjó skammt frá Ásgrími Jónssyni listmálara sem hefur að öllum líkindum verið fyrstur til þess að segja Nínu til við listsköpun sína en í gær var opnuð í Listasafni Íslands yfirlitssýning á verkum Nínu. Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu og eiginmanns hennar, Alfreds L. Copley, á landinu og verður með áður óbirt verk eftir móður sína á sýningunni. Una Dóra segir að það sé mikið gleðiefni fyrir hana hversu viðamikil og glæsileg sýningin í Listasafninu sé. „Þetta er stærsta og glæsilegasta yfirlitssýning á verkum hennar í fjörutíu ár og svo ég er alveg óskaplega glöð. Það hefur líka sérstaklega mikla merkingu fyrir mig að þessi sýning skuli vera hér. Ég elska Ísland. Hér var ég fædd og við mamma eyddum alltaf sumrunum saman hérna heima allt þar til hún lést árið 1968 og ég gifti mig þarna um svipað leyti. Eftir það hætti ég því miður að koma jafn mikið en ég lít samt alltaf svo á að þetta sé líka mitt heimili og að ég sé bæði íslensk og bandarísk. Mamma gerði líka alltaf sitt til þess að ég upplifði mig sem Íslending og það hef ég líka alltaf gert.“ Nína nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Aðallega vann hún málverk með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir barnabækur sínar, pappírsverk og verk úr steindu gleri og mósaík. Hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar, þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún sýndi verk sín á fjölda sýninga um heim allan, þar á meðal í ICA; Institute of Contemporary Arts, London, Palais des Beaux-Arts í Brussel og New Art Circle Gallery í New York. Hún er einn fjögurra íslenskra listamanna sem eiga verk í eigu MoMA; Museum of Modern Art í New York, auk þess sem verk hennar eru í eigu fjölda annarra listasafna og einstaklinga um heim allan.Una Dóra Copley ung að árum ásamt foreldrum sínum á vinnustofu móður sinnar.Una Dóra segir að það hafi nú ekki komið sér á óvart að sjá í hversu miklum metum verk Nínu eru í íslenskum listheimi. „Mamma fann alltaf að hún var í miklum metum hérna ekki síður en í öðrum heimshlutum. Fyrst og fremst er ég bara svo stolt af henni. Hún var stórkostlegur listamaður og yndisleg móðir.Málið er að ég skil í sjálfu sér ekki á milli listakonunnar og móðurinnar og hef aldrei gert. Mamma og pabbi tóku mig alltaf með hvert sem þau fóru enda var ég afskaplega þægt barn. Ég var tekin með í opnanir og veislur og þær voru nú aldeilis frábærar, opnunarveislurnar, í þá tíð. Hljómsveitir og heillandi samræður og mikið líf. Alveg gríðarlega mikið líf. Það var svo mikið að gerast í listinni á þessum tíma og listamennirnir hluti af mikilli samræðu í gegnum verk sín. Það var afskaplega mikil samræða í gangi í listheiminum öllum, skipst á hugmyndum, möguleikar kannaðir, og tekist á um strauma og stefnur af mikilli ástríðu. Þetta var sérstakur og skemmtilegur tími í listinni. Foreldrar mínir lifðu í þessari hringiðu listanna hvar sem við bjuggum. Þar voru heimspekingar, rithöfundar, málarar, dansarar og svo mætti lengi telja og það merkilega er að alltaf var að minnsta kosti einn Íslendingur í miðri hringiðunni og sú manneskja var mamma. Mamma var alltaf í þessari hringiðu miðri og það var hún allt til hinsta dags. Mér finnst synd hvað þetta hefur dottið upp fyrir í seinni tíð og hver og einn listamaður er meira að reyna að ná í gegn einn og sér. En fyrst og fremst er ég glöð yfir því hvað sýningin sem var verið að opna hérna á Listasafninu er glæsileg.“ Myndlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Nína Tryggvadóttir fæddist á Seyðisfirði árið 1913 en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1920 og bjó skammt frá Ásgrími Jónssyni listmálara sem hefur að öllum líkindum verið fyrstur til þess að segja Nínu til við listsköpun sína en í gær var opnuð í Listasafni Íslands yfirlitssýning á verkum Nínu. Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu og eiginmanns hennar, Alfreds L. Copley, á landinu og verður með áður óbirt verk eftir móður sína á sýningunni. Una Dóra segir að það sé mikið gleðiefni fyrir hana hversu viðamikil og glæsileg sýningin í Listasafninu sé. „Þetta er stærsta og glæsilegasta yfirlitssýning á verkum hennar í fjörutíu ár og svo ég er alveg óskaplega glöð. Það hefur líka sérstaklega mikla merkingu fyrir mig að þessi sýning skuli vera hér. Ég elska Ísland. Hér var ég fædd og við mamma eyddum alltaf sumrunum saman hérna heima allt þar til hún lést árið 1968 og ég gifti mig þarna um svipað leyti. Eftir það hætti ég því miður að koma jafn mikið en ég lít samt alltaf svo á að þetta sé líka mitt heimili og að ég sé bæði íslensk og bandarísk. Mamma gerði líka alltaf sitt til þess að ég upplifði mig sem Íslending og það hef ég líka alltaf gert.“ Nína nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Aðallega vann hún málverk með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir barnabækur sínar, pappírsverk og verk úr steindu gleri og mósaík. Hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar, þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún sýndi verk sín á fjölda sýninga um heim allan, þar á meðal í ICA; Institute of Contemporary Arts, London, Palais des Beaux-Arts í Brussel og New Art Circle Gallery í New York. Hún er einn fjögurra íslenskra listamanna sem eiga verk í eigu MoMA; Museum of Modern Art í New York, auk þess sem verk hennar eru í eigu fjölda annarra listasafna og einstaklinga um heim allan.Una Dóra Copley ung að árum ásamt foreldrum sínum á vinnustofu móður sinnar.Una Dóra segir að það hafi nú ekki komið sér á óvart að sjá í hversu miklum metum verk Nínu eru í íslenskum listheimi. „Mamma fann alltaf að hún var í miklum metum hérna ekki síður en í öðrum heimshlutum. Fyrst og fremst er ég bara svo stolt af henni. Hún var stórkostlegur listamaður og yndisleg móðir.Málið er að ég skil í sjálfu sér ekki á milli listakonunnar og móðurinnar og hef aldrei gert. Mamma og pabbi tóku mig alltaf með hvert sem þau fóru enda var ég afskaplega þægt barn. Ég var tekin með í opnanir og veislur og þær voru nú aldeilis frábærar, opnunarveislurnar, í þá tíð. Hljómsveitir og heillandi samræður og mikið líf. Alveg gríðarlega mikið líf. Það var svo mikið að gerast í listinni á þessum tíma og listamennirnir hluti af mikilli samræðu í gegnum verk sín. Það var afskaplega mikil samræða í gangi í listheiminum öllum, skipst á hugmyndum, möguleikar kannaðir, og tekist á um strauma og stefnur af mikilli ástríðu. Þetta var sérstakur og skemmtilegur tími í listinni. Foreldrar mínir lifðu í þessari hringiðu listanna hvar sem við bjuggum. Þar voru heimspekingar, rithöfundar, málarar, dansarar og svo mætti lengi telja og það merkilega er að alltaf var að minnsta kosti einn Íslendingur í miðri hringiðunni og sú manneskja var mamma. Mamma var alltaf í þessari hringiðu miðri og það var hún allt til hinsta dags. Mér finnst synd hvað þetta hefur dottið upp fyrir í seinni tíð og hver og einn listamaður er meira að reyna að ná í gegn einn og sér. En fyrst og fremst er ég glöð yfir því hvað sýningin sem var verið að opna hérna á Listasafninu er glæsileg.“
Myndlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira