Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 15. september 2015 17:30 Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur var samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015 Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00