Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2015 13:33 Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna.
Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00
Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00